Formaður Vg í sviðsljósinu.

Þá var fúll á móti mættur til að mótmæla við sendiráð. Þar stóð kappinn í kompaníi við 99 aðra og mótmælti æfingum, sem eiga að stuðla að auknu öryggi landsins og vera hluti af mótun framtíðarvarna landsins. Við erum í Nató og ætlum að vera þar og berum auðvitað ábyrgð sem slík.

Eins og ég sagði í upphafi, Steingrímur J Sigfússon mættur með borða og farinn að mótmæla nútímanum og framtíðinni eins og honum er einum lagið. Hefði ekki verið rosalega gaman að vera í ríkisstjórn með þessum manni eða hefði það kannski verið annar Steingrímur þar, sami Steingrímur og var samgönguráðherra í gamla daga og margir minnast af ýmsum ástæðum.

Ég bíð spenntur að heyra eitthvað jákvætt frá Steingrími og Vg. Þetta er eiginlega að verða pínlega hallærislegt hvernig maðurinn lætur. Græna dulargerfið er horfið af flokknum og það sem blasir við okkur í dag er hundgamaldags kommúnistaflokkur sem hefur allt á hornum sér. Steingrímur, múrinn féll fyrir næstum 20 árum og kommunistaflokkar eru úr móð.


mbl.is Hernaðarandstæðingar mótmæla heræfingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er trúr uppruna sínum og maður veit fyrir hverju hann stendur. Það sama gildir ekki með ykkur í Samfylkingunni.

mbk.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 22:11

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Værum við trúir uppruna okkar á sama hátt byggjum við enn í torfbæjum inn til dala...vil ég þá fremur þroskast og þróast.

Jón Ingi Cæsarsson, 14.8.2007 kl. 22:37

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

merkilegt ef maður spáir í það að kommunistar á vesturlöndum gefa sig út fyrir að vera friðarsinnar í anda Marx gamla.. en kommunistar sem eru við stjórnvölin um allan heim kappkosta við vígbúnað og herlögreglu hverskonar...

Óskar Þorkelsson, 15.8.2007 kl. 07:58

4 identicon

Ég set nú spurningamerki varðandi þann hluta æfingarinnar sem lýtur að "óvininum"  en ekkert að því að æfa viðbrögð við hryðjuverkaárás. En á meðan við kjósum að vera þátttakandi í vestrænni samvinnu og Nató þá er þetta partur af programmet.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 11:37

5 Smámynd: Karl Tómasson

Dottinn í sama tuðið Jón.

Það er það sem ég segi, alltaf súr út í VG.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 15.8.2007 kl. 23:36

6 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég er nú svolítið hissa á hernaðarandstæðingum að leggjast alfarið gegn hvers konar öryggis og varnarsamstarfi við aðrar þjóðir. Það gengur varla að fitja upp á nefið og kalla allt sem lýtur að varnarmálum hernaðarbrölt, eins og fólki detti í hug að með þessu eigi að fara að þjarma að einhverjum, eða hvað?

Vonandi verður áfram friðvænlegt í okkar heimshluta, en það er ekkert sem gefur okkur tryggingu fyrir því.

Síðan nýtist þetta kerfi, hvort sem það lýtur að tækjabúnaði eða starfsskipulagi við viðbúnað í tilfelli náttúruhamfara.

Það er sjálfssögð skylda stjórnarandstöðu að gagnrýna stjórnvöld, en stjórnarandstaða er trúverðigri ef hún vandar sitt mál og það gerir Steingrímur Sigfússon stundum, en alls ekki nægilega oft. 

Jón Halldór Guðmundsson, 16.8.2007 kl. 00:08

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Kalli Tomm....ég er að reyna að benda ykkur á að þið verðið aldrei marktækir með þessu lagi. Neikvæðni og tuð er ekki það sem er vænlegt til árangurs. Það nennir enginn að vinna með mönnum sem sjá aldrei annað en svartnætti í hvaða máli sem er

Jón Ingi Cæsarsson, 16.8.2007 kl. 07:37

8 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þetta "...nennir enginn að vinna með..." nöldur er nú ekki alveg að virka. Ég veit ekki betur en Kalli Tomm standi sig vel í meirihluta í Mósó og svo nennir jafnvel Samfó að vera í meirihluta með Vinstri grænum í Árborg. Sorglegt að þú dettir alltaf niður í neikvæðni og röfl þegar kemur að Vinstri grænum Jón Ingi C. Rífðu þig nú upp úr þessu og reyndu að vera aðeins jákvæðari :) Bestu vinstrikveðjur,

Hlynur Hallsson, 21.8.2007 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband