Að rót vandans.

Það er undarleg þessi umræða sem blossar upp þegar rætt er um drykkjulæti, eiturlyfjaneyslu, ofbeldi og fleira þessu tengt. Sérstaklega eru veitingamenn duglegir að greina þann vanda sem við er að etja sem skort á löggæslu. Auðvitað er það ekki það vandamál sem við er að glíma. Við vitum samt að löggæsla er of lítil miðað við það ástand sem upp er og skapast allt of oft. Þessa greiningu horfa veitingamenn á því þeir óttast að missa spón úr aski sínum ef tekst að koma skikki á þessi mál hér á landi. Það hentar þeim einstaklega vel að gefa á garðann og senda síðan vandamálið út á götu og kalla síðan eftir meiri löggæslu.

Auðvitað er þetta ekki svona einfalt og sennilega rynnu á þá tvær grímur ef þeir þyrftu að greiða fyrir alla þá löggæslu og tjón sem hlýst af þessu hömlu og agaleysi. En þeir vísa því að samfélagið og skattgreiðendur og þykjast litla ábyrgð bera. Það gera þeir auðvitað en alls ekki einir.

Þetta er vandi sem er hægt og bítandi að verða að stórvandamáli. Ef þarf að skerða opnunartíma veitingastaða og ef þarf að takmarka fjölda þeirra á ákveðnum svæðum verður einfaldlega að gera það. En fyrst og fremst þarf að ráðast að rótum vandans sem er aga og hömluleysi okkar íslendinga og þar verður að vísa ábyrgð á hendur uppalenda, skólakerfis og fleiri þátta í okkar þjóðfélagi. Virðing fyrir samborgurum, friði og eignum hefur minkað hratt undanfarin ár og það er verkefni sérfræðinga að greina vandann. Við getum ekki horft þegandi á og kallað á lögreglu þegar vandamálin fara úr böndunum. Þessi vandamál eru að verða að samhangandi vanda allan ársins hring og tímabært að fara að viðurkenna hann og leita leiða.


mbl.is Sýnileg löggæsla mikilvægust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Löggæsla er innifalin í skattgreiðslum síðast er ég vissi og þar af leiðandi eru veitingarhús búin að greiða fyrir löggæslu innan sem utan staðarins sem reka.

Við gætum líka farið að setja sjómenn í sálfræðirannsóknir vegna tíðra sjálfsmorðstíðni hjá þeim.....eða rukka útgerðir um uppihald á landhelgisgæslunni.

Rót vandans er að ég held að leita í allt of löngum vinnutíma Íslendinga sem hafa lítinn sem engan tíma til að fylgjast með uppeldi barna sinna hvað þá að vera foreldrar.

Þrátt fyrir að ríkissjóður hafi í mörg ár lofað að lækka skatta á einstaklinga þá hafa þeir auknir og aftur auknir til að mæta sífellt hærri útgjöldum í tilhæfulaus-lítil verkefni.

Litla Ísland er að líkjast Animal Farm og 1984 meira og meira eftir því sem ég eldist...sveitasæla í dk lítur alltaf betur og betur út eftir því.

Magnús Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband