13.8.2007 | 20:01
Brot á mannréttindum ?
Mér finnst þetta orð í tíma töluð. Það er eiginlega orðið skelfilegt það ástand sem viðgengst á Íslandi í dag. Miðborg Reykjavíkur er undirlögð drykkjulátum og ofbeldi flestar nætur og enginn er óhultur. Það breytir litlu þótt myndavélum sé raðað í miðborgina, þeir sem beita ofbeldi skipulega vita hvar þessa myndavélar eru og velja sér aðra staði til verka sinna. Lögreglan er lítt sýnileg og að mestu er aflagt að lögreglumenn séu sjáanlegir nærri ólátasvæðum.
Ástandið er auðvitað verst í höfðuðborginni, sérstaklega þar sem hrúgað hefur verið saman skemmtistöðum og krám og þeim haldið opnum fram á morgun. Auðvitað er þetta ávísun á vandræði og tími til kominn að menn viðurkenni vandan.
En hvað gæti gerst ef stjórnmálamenn og embættismenn fara að tala um að stytta opnunartíma búllanna, herða viðurlög og aldurstakmörk inn á þau og ég tala nú ekki um ef menn fara í það markvisst að fækka þessum stöðum í miðborg Reykjavíkur ?
Eigum við þá ekki vona á háværum hópi manna, sem æpa upp að verið sé að brjóta mannréttindi, allir megi allt burtséð frá aldri hegðun og fleiru. Alls ekki má hafa nein aldurstakmörk á veitingastaði nema lögræðisaldurinn, þ.e. 18 ár og ekki megi með nokkru móti skerða þann sjálfsagða rétt manna að opna alla þá veitingastaði og búllur sem þeim sýnist og hafi þá opna eins lengi og þeim sýnist.
Á lögreglustjórinn í Reykjavík eftir að fá á sig mannréttindabrotakórinn ? eiga eftir að rísa miklar öldur þar sem ráðist er að lögreglustjóra fyrir það eitt að koma skikki á málin ? Eða eru það bara Akureyringar sem eiga þola ósómann þegjandi og hljóðalaust í skjóli þess að löngun og vilji til að losna við ósómann sé kölluð mannréttindabrot og valdníðsla. Eða eru svona "mannréttindi" bara í gildi á Akureyri um verslunarmannahelgar ?
Vill að ómenningin í miðborginni verði upprætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818824
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hmm skil ekki alveg samhengið í að banna fólki sem hefur ekki aldur til að drekka að fara inná skemmtistaði og að banna fólki að tjalda á svæðinu á akureyri eftir að flestir eru búnir að skipuleggja ferðina og bóka flug norður.
Aðalmálið á akureyri voru vinnubrögðin, að koma með svona yfirlýsingar 4dögum fyrir hátíðina þegar veitingastaðirnir eru búnir að eyða milljónum í að byrgja sig með mat sem verður síðan að eyðileggjast..
Finnst þetta engan vegin sambærilegt hjá þér..
stebbi (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 23:08
Skemmtistaðir velja sitt aldurstakmark sjálfir....sumir eru með 18 ár aðrir 20 ár...enn aðrir annað...og fáir segja nokkuð við því enda velja þeir það sjálfir. Það er ekki ein hlið á þessu máli og ég veit að sáralítið var um afpantanir norður í flugi. Akureyri var ekki á dagskrá unglinga hvort sem var eins og sagði á sumum bloggsíðum... dagskráin "sökkaði" og veðrið var "shitt" það ætlaði hvort sem er enginn...til hvers var verið að banna þetta ? Þetta er ein hliðin á þessu máli.
Af því einhver var búinn að kaupa mat eru ekki rök í máli þegar verið er að grípa til neyðarráðstafana vegna hluta sem þú hefur ekki hugmynd um...því miður
Jón Ingi Cæsarsson, 15.8.2007 kl. 07:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.