12.8.2007 | 15:56
Geitungarnir mættir
Það er varla að maður hafi séð nýja landneman okkar í sumar. Geitungar hafa varla sést. Ég held að ég hafi séð fimm stykki frá því í vor þar af einn sem leitaði fanga fyrir bú sitt hjá mér í svefnherberginu.
En nú brá svo við að geitungar voru á hverju blómi í Lystigarðinum í dag þannig að ekki er kynþáttur trjágeitunga útdauður á Akureyri. Menn eru að vísu mishrifnir af þessum fallegu flugum og er ánægja þeirra sem hafa fengið að kenna á stungum þeirra hvað minnst. Ég hef enn sem komið er ekki reynslu af slíku og sækist ekki eftir því.
Þessi ágæti geitungur sem hér er með í pistilinum var svo almennilegur að stitja fyrir hjá mér í dag og var friðsemdin uppmáluð.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Geitungar eru friðsælir og stinga ekki nema í sjálfsvörn. Hins vegar eru þeir forvitnir og óhræddir í návist fólks sem bregst oft við með því að slá á móti eða bregðast við með snöggum hreyfingum. Verst er að fá geitunginn upp í munninn með matnum, nokkuð sem gerist oft síðla sumars þegar geitungarnir verða kynþroska og þá samtímis vitlausir í sykur. Verst er hættan fyrir fólk sem er með ofnæmi. Í Svíþjóð deyja að jafnaði þrír menn á ári af völdum geitungastungu, nokkuð sem gerir geitunginn hættulegastan dýra í Svíþjóð.
Magnús T, 12.8.2007 kl. 16:21
BZZZZZZZZZZZ yndislegar skepnur thessir geitungar
Páll Jóhannesson, 12.8.2007 kl. 19:26
Falleg er myndin Jón.
Þeim fjölgar einnig hratt í Mosó þessa dagana.
Bestu kveðjur.
Karl Tómasson, 12.8.2007 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.