Geitungarnir mættir

Geitungurinn guli 3Það er varla að maður hafi séð nýja landneman okkar í sumar. Geitungar hafa varla sést. Ég held að ég hafi séð fimm stykki frá því í vor þar af einn sem leitaði fanga fyrir bú sitt hjá mér í svefnherberginu.

En nú brá svo við að geitungar voru á hverju blómi í Lystigarðinum í dag þannig að ekki er kynþáttur trjágeitunga útdauður á Akureyri. Menn eru að vísu mishrifnir af þessum fallegu flugum og er ánægja þeirra sem hafa fengið að kenna á stungum þeirra hvað minnst. Ég hef enn sem komið er ekki reynslu af slíku og sækist ekki eftir því.

Þessi ágæti geitungur sem hér er með í pistilinum var svo almennilegur að stitja fyrir hjá mér í dag og var friðsemdin uppmáluð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús T

Geitungar eru friðsælir og stinga ekki nema í sjálfsvörn. Hins vegar eru þeir forvitnir og óhræddir í návist fólks sem bregst oft við með því að slá á móti eða bregðast við með snöggum hreyfingum. Verst er að fá geitunginn upp í munninn með matnum, nokkuð sem gerist oft síðla sumars þegar geitungarnir verða kynþroska og þá samtímis vitlausir í sykur. Verst er hættan fyrir fólk sem er með ofnæmi. Í Svíþjóð deyja að jafnaði þrír menn á ári af völdum geitungastungu, nokkuð sem gerir geitunginn hættulegastan dýra í Svíþjóð. 

Magnús T, 12.8.2007 kl. 16:21

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

BZZZZZZZZZZZ yndislegar skepnur thessir geitungar

Páll Jóhannesson, 12.8.2007 kl. 19:26

3 Smámynd: Karl Tómasson

Falleg er myndin Jón.

Þeim fjölgar einnig hratt í Mosó þessa dagana.

Bestu kveðjur.

Karl Tómasson, 12.8.2007 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband