11.8.2007 | 20:50
Hugleiðing í rigningunni.
Voðalega er ég lítill selskapsmaður þegar á allt er litið. Þegar mærudagar voru á Húsavík var ég á Dalvík og í dag þegar fiskidagurinn mikli var á Dalvík var ég á Húsavík.
Það er eiginlega frábært að koma til Húsavíkur á degi eins og í dag. Ausandi rigning, norðan gjóla og eiginlega sérstaklega óyndislegt veður. En þrátt fyrir þetta voru tugir ferðamanna, sérstaklega erlendra sem spígsporuðu um allan bæ í rigningunni og fyllu búðir og veitingastaði.
Mér er ekki til efs andartak að meginástæða þessa er sérstaklega vel heppnuð uppbygging ferðamannaafþreyingar. Þar ber að sjálfsögðu hæst hvalaskoðunin sem er hægt og bítandi að verða heimsfræg. Fyrr í sumar var ég þarna á ferð og fór síðan Kísilveginn upp í Mývatnssveit og tók þar upp í bílinn svissneskan ferðamann sem reynist hafa misst af rútunni uppeftir. Hann hafði þann dag ásamt fjölda annarra ferðamanna farið með rútu frá Mývatnssveit sérstaklega í þessa dagsferð em tengir saman þessa staði. Þannig, ásamt fleiru hefur Húsvíkingum tekist að ná til sín hluta af þeim gríðarlega ferðamannastraumi sem sækir Mývatnssveit heim. Þetta er eiginlega skólabókardæmi um það sem vel hefur tekist.
Þetta vekur mig sem Akureyring til umhugsunar um hvort okkur er að takast upp á sama hátt ? Hvað er það sem freistar ferðamanna að doka við á Akureyri eða gera sér sérstaka ferð. Bærinn er fallegur, þekktur og í alfaraleið. Hvað fleira ? Ég velti því fyrir mér. Ferðamenn sem komu hér með skemmtiferðaskipi í fyrra og ég fór með um bæinn fræddu mig á að í bækingi í skipinu væri sérstaklega tekið fram að á Akureyri væri fátt merkilegt að sjá. Meginmálið og áherslan var að fara í Mývatnssveit.
Mín skoðun er að við Akureyringar gætum margt lært af Húsvíkingum hvað varðar áhugverða afþreyingu fyrir ferðamenn. Mér finnst að við gætum miklu meira en verið er að gera. Við ættum að leggja rækt við að selja náttúru og umhverfi bæjarins. Höfða til fjallgöngumanna og útivistarfólks, við ættum að auk mjög í ýmiskonar skipulagða afþreyingu, markaði þar sem íslenskum vörum og varningi væri gert hátt undir höfði, styrkja menningartengda ferðamennsku enn frekar og margt annað sem kemur upp í hugan. Akureyri er jú miðstöð Eyjafjarðar sem er sögulega og menningarlega eitt merkilegasta svæði á Íslandi. Það er ekki sérstaklega sjáanlegt hér.
Við ættum að setja okkur það markmið að ná til t.d. erlendra ferðamanna með marvissum hætti þannig að vera þeirra hér lengdist verðulega. Akureyri er því miður einsdagsbær í allt of mörgum tilfellum og við getum miklu meira en það.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818826
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
var búinn að skrifa heilllangan pistil hér en hann hvarf í ómælisvíddir netsins.. reyni aftur síðar.
Óskar Þorkelsson, 12.8.2007 kl. 00:22
Sæll Jón.
Tek undir þessa ábendingu: Akureyringar eiga að koma meira á móts við þarfir ferðamanna. Sjálfur var eg á Akureyri í gærmorgun í súldinni og fór sem leiðsögumaður í Mývatnssveit með ferðafólk úr Aida Vita í meiri súld. Námaskarðið var hræðilegt eins og vænta má í blautviðri og bílsstjóranir höfðu mikið verk að vinna í lok ferðar. Margir drullupollar í Dimmuborgum sem er fremur óvenjulegt.
Þegar eg er á ferð um Akureyri og Eyjafjörð hef eg ætíð þörf á að benda ferðamönnunum, gestunum okkar, á þann mikla fræðasjóð sem liggur í Eyjafirði: þjóðsögurnar af álfum og huldufólki og tengslin við sjaldgæfar jurtir, náttúruvernd síns tíma, merku náttúrufræðingana, rithöfundana og skáldin sem runnin eru úr þessum góða og merka jarðvegi, Nonnabækurnar, líf Nonna og störf, um síðasta kaþólska byskupinn sem fæddur er og uppalinn í Eyjafirði (Grýta). Mörgum finnst æviskeið hans vera mjög sérstætt og ganga þvert á viðteknar venjur kaþólskra. Af hverju er ekki gert meira út á þennan sjóð. Og umfram allt opnið kirkjurnar upp á gátt, ekki aðeins Akureyrarkirkju heldur allar ykkar merku kirkjur! Byggðasafnið ásamt Nonnahúsi eru perlurnar ykkar og auðvitað öll eldri húsin. Mörgum þykir gaman að lesa hús, ekki aðeins halldóri Laxnes í Alþýðubókinni heldur flestum fólki sem lætur sig fróðleik um listir, húsagerð og sögu varða.
Og ekki mætti gleyma að koma á fót góðri og traustri ferðaþjónustu varðandi fjallgöngur á Tröllaskaga og sjálfsagt víðar, sjáum t.d. hvernig Fjallaleiðsögumenn hafa náð að setja Öræfajökul á dagskrá hjá mörgum. Gunnlaugur Ólafsson frá Stafafelli í Lóni hefur borið uppi merka og góða ferðaleiðsögn um Lónsöræfi. Af hverju heyrist aldrei neitt frá áþekkri starfsemi í höfuðstað Norðurlands? Þurfa allar góðar hugmyndi endilega að koma að sunnan? Þið þurfið að læra að nema betur hvað ferðamaðurinn vill og þá breytist þetta í þessum dæmalausu upplýsingum sem virðast vera veittar í skemmtiferðaskipunum.
Hér er lítið eitt upp talið. Er ekki af nægu af að taka?
Bestu kveðjur norður heiða!
Mosi - alias
Guðjón Sigþór Jensson, 12.8.2007 kl. 07:34
Aths.:
Sæll Jón
var aðeins of fljótur að senda þér, gætir þú hent út fyrri færslunni sem fór frá mér áður en eg hafði lesið textann almennilega yfir.
Sæll Jón.
Tek undir þessa ábendingu: Akureyringar eiga að koma meira á móts við þarfir ferðamanna.
Sjálfur var eg á Akureyri í gærmorgun í súldinni og fór sem leiðsögumaður í Mývatnssveit með ferðafólk úr Aida Vita í enn meiri súld þangað! Námaskarðið var hræðilegt eins og vænta má í blautviðri og óvenjumargir drullupollar voru í Dimmuborgum sem er ekki algengt að sumri. Bílstjóranir hjá SBA -Norðurleið höfðu mikið verk að vinna í lok ferðar.
Þegar eg er á ferð um Akureyri og Eyjafjörð hef eg ætíð þörf á að benda ferðamönnunum, gestunum okkar, á þann mikla fræðasjóð sem liggur í Eyjafirði: þjóðsögurnar af álfum og huldufólki og tengslin við sjaldgæfar jurtir, náttúruvernd síns tíma, merku náttúrufræðingana, rithöfundana og skáldin sem runnin eru úr þessum góða og merka jarðvegi, Nonnabækurnar, líf Nonna og störf, um síðasta kaþólska byskupinn sem fæddur er og uppalinn í Eyjafirði (Grýta). Mörgum finnst æviskeið hans vera mjög sérstætt og ganga þvert á viðteknar venjur kaþólskra. Af hverju er ekki gert meira út á þennan sjóð. Og umfram allt opnið kirkjurnar upp á gátt, ekki aðeins Akureyrarkirkju heldur allar ykkar merku kirkjur! Byggðasafnið ásamt Nonnahúsi eru perlurnar ykkar og auðvitað öll eldri húsin. Mörgum þykir gaman að lesa hús, ekki aðeins Halldóri Laxness í Alþýðubókinni heldur flestum fólki sem lætur sig fróðleik um listir, húsagerð og sögu varða.
Og ekki mætti gleyma að koma á fót góðri og traustri ferðaþjónustu varðandi fjallgöngur á Tröllaskaga og sjálfsagt víðar, sjáum t.d. hvernig Fjallaleiðsögumenn hafa náð að setja Öræfajökul á dagskrá hjá mörgum. Gunnlaugur Ólafsson frá Stafafelli í Lóni hefur borið uppi merka og góða ferðaleiðsögn um Lónsöræfi. Af hverju heyrist aldrei neitt frá áþekkri starfsemi í höfuðstað Norðurlands? Þurfa allar góðar hugmyndi endilega að koma að sunnan? Þið þurfið að læra að nema betur hvað ferðamaðurinn vill og þá breytist þetta í þessum dæmalausu upplýsingum sem virðast vera veittar í skemmtiferðaskipunum.
Hér er lítið eitt upp talið. Er ekki af nægu af að taka?
Bestu kveðjur norður heiða!
Mosi - alias
Guðjón Sigþór Jensson, 12.8.2007 kl. 07:40
jæja ég reyni aftur.. ég fer oft norður vegna vinnu minnar sem sölumaður og einstaka sinnum sem leiðsögumaður. Það sem situr eftir hjá mér sem "ferðamanns" er að Akureyri er fyrst og fremst svefnbær með fáa möguleika til afþreyingar. Ég verð þarna á ferðinni vonandi í lok þessarar viku því mér finnst afskaplega gott að slappa af þarna fyrir norðan, sem einnig inniber að ég finn mér ekkert að gera að loknum vinnudegi nema að góna á imbann á hótelinu. akureyri er fyrir mér staður með góð hótel sem ég nýti mér á mínum söluferðalögum norðanlands á leið til Húsavíkur, kópaskers, Dalvíkur og í skagafjörðinn. Vel staðsettur bær með góð hótel. En það er ekkert spennandi við Akureyri og þar kemur að því sem greinarhöfundur talar um. sérstaða Akureyrar hver er hún ?
Húsavík er með sérstöðu, Dalvík er með sérstöðu, Hrísey að hluta til einnig.. en ég er sannfærður um að megnið af ferðamönnum sem leggja leið sína til Akureyrar eru einmitt á leið til Mývatssveitar eins og Guðjón nefnir hér að ofan.
Óskar Þorkelsson, 12.8.2007 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.