9.8.2007 | 07:34
Auðvitað er hún sek.
Kaupmenn á Akureyri eru miklir baráttumenn fyrir réttlæti og það er gott. Réttlæti er eimitt í því fólgið að hafa víðsýni og sjá marga mismundandi fleti á hverju máli og það sjá þessir aðilar svo sannarlega.
Auðvitað á meirihlutinn að segja af sér. Nefnd á vegum hans ákvað að setja reglur á tjaldsvæðum Akureyrar sem miðuðu að því að fjöskyldufólki með börn svo og almennum ferðamönnum yrði tryggð ró og góð umgengni á tjaldsvæðunum. Þetta er auðvitað slæmt og eðlilegt að meirihlutinn segi af sér og þá taki minnihlutinn við sem væri nýtt í sveitarstjórnarmálum á Íslandi. Svo eru það skátarnir, þeir eru auðvitað félagasamtök sem eiga alls ekki að standa í svona rekstri, það er miklu betra að hafa kaupmenn í slíku sem hafa vit á rekstri og hvað kemur þeim best.
Það er auðvitað mjög alvarlegt má að bæjarstjórninn á Akureyri lét vera 8 stiga hita 10-15 metra vind og rigningu á föstudag og laugardag. Þar ber henni að axla ábyrgð og auðvitað axlar hún ábyrgð á því í leiðinni að aldrei hafa verið færri á Síldarævintýri á Siglufirði og að því Siglfirðingar hafa ekki áttað sig á að það er bæjarstjórninni að kenna er sjálfsagt og eðlilegt að meirihlutinn á Akureyri axli ábyrgð á því í leiðinni. Bæjarstjórn sem ekki ræður við veður er auðvitað ekki á vetur setjandi.
Hvetja til afsagnar bæjarstjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
8 stiga hita? AFSÖGN ÁN TAFAR!
Guðmundur Björn, 9.8.2007 kl. 08:07
Akureyringar eru svo heitir eftir þetta Lúkasarmál, að þeim vantar eitthvað til þess að æsa sig yfir !
Ingólfur Þór Guðmundsson, 9.8.2007 kl. 08:43
Hér dugar ekkert annað en sérframboð kaupmanna á Akureyri fyrir næstu sveitastjórnarkosningar.
Dofri Hermannsson, 9.8.2007 kl. 10:03
flytja veðurstofuna norður.. laga veðrið og móralinn á stofnunni um leið
Óskar Þorkelsson, 9.8.2007 kl. 15:12
... það þýðir ekkert að agnúast út í kaupmenn þó svo að bæjarstjórn Akureyrar hafi bannað fullorðnu fólki að tjalda í bænum um verslunarmannahelgina...það getur bara aldrei verið gott að draga fólk svona í dilka... hvað með að banna þeim að tjalda sem eru þyngri en 90 kg. eða rauðhærðum.... eða þeim sem halda með KR í fótbolta... þetta er álíka vitlaust og að banna fólki á aldrinum 18 - 23 ára að tjalda... og Akureyrarbæ ekki til sóma... sýnir bara hvað við erum forpokuð og viljum ekkert láta neitt utanbæjarpakk raska ró okkar...
Brattur, 9.8.2007 kl. 20:44
Rétt...enda er ég að hvetja þá til dáða...
en hvar fréttir þú að það væri bannað að tjalda í bænum...það var bara takmarkað aðgengi að fjölskyldutjaldvæðum fyrir einstaklinga á þessu aldri eins og víða um land...
öllum var frjálst að koma og tjalda þar sem þeir fengu leyfi...t,d við heimahús...þetta er aðeins komið út fyrir það sem var í framkvæmd og orðið eins og sagan um fjöðrina og hænuna.
Hér var fjöldi fólks á þessum aldri bæði í tjöldum, heimahúsum, orlofshúsum og víðar. Að vísu var veðrið frekar fjandsamlegt tjaldbúum...8 stiga hiti..hvasst og rigning en margir létu sig hafa það.
Jón Ingi Cæsarsson, 9.8.2007 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.