8.8.2007 | 14:15
Valgerður ekki alveg að skilja.
Ég held að fyrrverandi iðnaðarráðherra sé ekki alveg að skilja alvöru málsins. Hún gagnrýnir núverandi iðnaðarráðherra fyrir ákveðinn málflutning og skelegga afstöðu til virkjanamála. Meðan hún sat í sama stóli gátu menn farið sínu fram án þess að bofs kæmi úr því ágæta ráðuneyti. Valgerður var iðnaðarráðherra og taldi það hlutverk sitt að virkjað væri hvernig sem var hvar sem var.
En nú eru breyttir tímar. Í stað ráðherra sem var leiksoppur þeirra sem vildu græða og gerðu ýmislegt sem þeim datt í hug án þess að hósti eða stuna kæmi frá iðnaðarráðherra er þar maður með bein í nefinu.
Í stól iðnðaðarráðherra stitur nú ákveðinn og skýrmæltur ráðherra sem er miklu betra og árangursríkara en þar sitji dauðyfli sem ekkert segir og lætur ósóman viðgangast.
Valgerður segir Össur gaspra um afturköllun virkjanaleyfis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818826
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Málflutningur Össurar ber oft merki þess að hann væri umhverfisráðherra í stað iðnaðarráðherra. Þó að það sé alger óhæfa að menn fari út fyrir ramma laga og samþykkta í þessu máli finnst mér hann nú einfaldlega hlægilegur með þessar digurmannlegu yfirlýsingar í fjölmiðlum. Ég held og að hann sé búinn að gleyma því að hann er ekki lengur í stjórnarandstöðu og því ber hann ríkari ábyrgð en áður. Hann er eins og gamall og rifinn fressköttur sem heldur áfram að hlaupa eftir að músin skýst ofaní holu. Ég vona hans vegna að hann endi ekki á næsta vegg áður en hann gáir að sér.
Steinn (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 14:42
Ég vona að Steinn sé ekki á þeirri skoðun að umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra eigi að vera á öndverðum meiði....þetta er sameiginlegt verkefni allra að allt sé í lagi og farið sé að lögum og samþykktum.
Jón Ingi Cæsarsson, 8.8.2007 kl. 14:53
Þetta er svona Jón. Valgerður bendir samt á góða punkta.
mbk.
Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 18:10
Það er nú svo ofboðslega margt sem frú Valgerður skilur ekki, eins og svo margir margir Framsóknarmenn
Páll Jóhannesson, 8.8.2007 kl. 19:35
Össur á lof skilið að taka á þessum umdeildu virkjanamálum!
Því miður hefur verið mikill virkjanahugur í landinu og menn ekki alveg gert sér ljósar sennilegar afleiðingar af öllu þessu brambolti. Það er hreint skelfilegt að sjá þessa miklu eyðileggingu á fögrum fossum Fjarðarár upp af Seyðisfirði. Skyldu Seyðfirðingar vera almennt allir sáttir um þessa miklu fórn? Að valda stórskaða á náttúru og umhverfi Seyðisfjarðar til að framleiða tæp 10 MW - ef allar forsendur standast! Sennilega eiga rennslistruflanir eftir að koma fram t.d. á vetrum þegar mesta þörf er fyrir rafmagnið.
Erlendir ferðamenn sem koma með Norrænu eru mjög undrandi á öllu þessu raski. Það skyldi þó aldrei verða að sú staða komi upp að arðurinn af fjallagrasatínslu verði jafnvel meiri en af öllu þessu brambolti?
Mosi alias
Guðjón Sigþór Jensson, 8.8.2007 kl. 21:47
Aðalsmaður Nútímans
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er einn áheyrilegasti og skemmtilegasti stjórnmálamaður sem við eigum.
Sá mikli efi er þó vakandi hvar og hver er maðurinn.?
Við höfum heyrt hann tala um ósnortið land svo og að afturkalla eigi virkjanaleyfi, er þá horfin umhyggjan sem sá góði Össur hafði fyrir stjórnarskránni sem hann hafði svo mjög uppi þegar Davíð gekk sem harðast fram gegn Baugsmönnum.
Það er rétt sjónarmið að óskynsamlegt er að nota alla orku okkar til álvera en eiga og mega stjórnvöld ráða atvinnustarfsemi í landinu?
Mætti ekki hugsa sér að ríkisstjórnin tæki sig til og ákvæði hvað við viljum hafa margar lögfræðiskrifstofur í landinu?
Ætlar ráðherrann að ráðast gegn og taka fast á bændum sem eru að reyna að koma upp smávirkjunum sem þú hvattir svo mjög til fyrir kosningar.? ” Vegna smávægilegra frávika frá áætlunum .”
Hvaðan kemur Össur? það er spurningin.
Kemur hann frá þeim væng Alþýðubandalagsins sem ætíð var andsnúið framförum.? Hver veit hann var þó ritstjóri Þjóðviljans.
Á hann uppruna í gamla Alþýðuflokknum sem var misviljugur til að beita atvinnuskapandi
aðgerðum þegar þörf var á.
Hafði hann lært af kvennalistanum sem kom mörgu góðu til leiðar en vildi ekki taka ábyrgð fyrir hönd kjósenda sinna.? Varla það , en atvinnumálin voru ekki hjartans mál þeirra gáfumanna sem þar voru. Þeir vildu heldur ræða fræðileg málefni á kaffihúsum í hundrað og einum.
Aðeins Össur eða dómgreind okkar óbreyttra borgara getur sagt okkur hvað er rétt.
Segðu okkur elsku Össur hver verður lendingin
hvaðan kemur þú og hvert ertu að fara.
Icerock
Þorsteinn Asgeirsson (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 22:04
Umræðan undanfarna daga um tilteknar smávirkjanir er af tvennum toga.
Annars vegar hefur það komið fram að allnokkur vafi leikur á um það hver á að hafa eftirlit með því að framkvæmd virkjana sé í samræmi við útgefin leyfi og skipulagsákvæði. Vafalaust verður þessi umræða til að hlutaðeigandi taki þetta til skoðunar.
Hins vegar hefur orðið mikil umræða um tilteknar virkjanir og þá reyndar ekki síst Fjarðarárvirkjun.
Hefur umræðan verið út og suður. Einn talar um að virkjunin hefði átt að fara í umhverfismat. Það er löngu frágengið mál að hún átti ekki að fara í umhverfimat. Ráðherra iðnaðar vill að orkustofnun fari yfir gögn málsins og bendir á að það sé hugsanlegt að virkjunarleyfið verði fellt úr gildi. Mér finnst ekkert að því að Orkustofnun skoði gögn um virkjunina, en trúi ekki að það verði niðurstaðan að virkjunarleyfið verði fellt úr gildi. Virtur náttúrufræðingur talar um tifandi tímasprengju yfir byggðinni. Þau ummæli eru forkostuleg og ekkert hefur komið fram að þessi fyrirhugaða virkjun ógni byggð, eða nokkrum manni. Og það nýjasta er að fossar Fjarðarár, í allri sinni fegurð, séu eyðilagðir með þessari virkjun. Samkvæmt þeim gögnum sem fyrir liggja mun ákveðið lágmarksrennsli í ánni verða tryggt og rennslið verða jafnara en það er í dag.
Vil ég biðja velviljaða netverja og ekki síst ráðamenn um að kynna sér málin áður en gífuryrðin falla.
Kveðjur frá Seyðisfirði.
Jón Halldór Guðmundsson, 9.8.2007 kl. 00:10
Hluti af ástæðunni fyrir því að hægt er að tala "út og suður" eins og síðasti ræðumaður orðar það er vegna þess að virkjunin fór ekki í gegnum mat á umhverfisáhrifum, og var það gagnrýnt á sínum tíma vegna þess að með því fékk almenningur ekki sérstakan aðgang að gögnum um virkjunina. Það eru ekki margir dagar síðan mikil umræða varð um Múlavirkjun á Snæfellsnesi þar sem farið var út fyrir þá framkvæmd sem var undanþegin mati á umhverfisáhrifum. Í Eyjafirði eyðilagðist stífla í þess háttar virkjun í flóðum í vetur. Í Hverfisfljóti stendur til að virkja og án þess að láta fara með þá virkjun í mat á umhverfisáhrifum, en ef ég veit rétt er búið að vísa úrskurði um þá undanþágu til umhverfisráðherra. Hvort akkúrat allar yfirlýsingar iðnaðarráðherra í fjölmiðlum breyta einhverju um framgang málanna veit ég ekki; kannski að með þeim átti menn sig á því að þeir geti ekki farið sínu fram og gert eitthvað allt annað en þeir fengu leyfi til að gera. Ég vona a.m.k. að yfirlýsingunum fylgi viðeigandi aðgerðir í þeim málum þar sem yfir strikið var farið, en þetta séu ekki bara yfirlýsingar. Eins og virðist vera fyrir vestan og næg ástæða er til að óttast að svo sé fyrir austan. Fjarðarárvirkjun hefur verið umdeild frá upphafi og því full ástæða fyrir framkvæmdaaðila að fara nákvæmlega eftir áætlunum sínum og ef þær eru ekki nógu góðar að sækja um víðtækari leyfi.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 9.8.2007 kl. 00:36
Það er nú gott hjá Páli að lýsa því yfir eins og svo margir Samfylkingarmenn þeirri sálarkreppu sem þeir eru í. Það er yfirleitt slæm sálræn merki þegar menn varpa eigin vanlíðan yfir á aðra. Þó að ég sé ekki Framsóknarmaður sýnist mér Samfylkingarmenn öfundast út í eitt út í Framsókn og kenna þeim um eigin ófarir og eru uppteknir af því enn þó að þeir séu nú sestir í stjórn. Þegar þið vaxið upp úr sandkassakasti og fara að huga að eigin verkum og afleiðingum þeirra væri gott að þið létuð mig vita, þá væri hugsanlega hægt að taka ykkur alvarlega. Það er gott að Samfylkingin er nú komin undir verndarvæng einhverra sem geta passað þá.
Steinn (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 10:11
Varðandi upphaflegt mál þessi virkjun þá er ég alveg hjartanlega sammála Össuri og öðrum að svona framkvæmdir þurfa að vera undir eftirliti og ég fagna því að það sé tekið á framkvæmdum umfram heimildir. Málið er bara yfirlýsingarnar og hótanirnar í kringum þetta sem er engum til góðs. Þá virðist mér Össur vera meiri umhverfisráðherra heldur en háttvirtur umhverfisráðherra.
Steinn (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 10:59
Ég tek eindregið undir það að svona framkvæmdir séu undir árvökulu og góðu eftirliti. Samt sem áður leyfi ég mér að gera athugasemdir og leggja orð í belg í þessa að mörgu leyti ágætu umræðu.
Það sem fram hefur komið um virkjunina fyrir vestan, kann einnig að eiga við um virkjunina fyrir austan. Það kemur þó ekki fram fyrr en stífluveggurinn er risinn, en bygging hans er ekki hafin fyrir austan.
Stíflan fyrir norðan brast og kannski fer líka illa fyrir austan. Það á þó eftir að koma í ljós. (Núna er ég farinn að tala út og suður eins og fleiri).
Vonandi verður Fjarðarselsvirkjun farsæl og góð framkvæmd í sæmilegri sátt við umhverfi og samfélag.
Jón Halldór Guðmundsson, 9.8.2007 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.