Ísferð í Innbæinn og aðeins lengra.

Eyjafjarðará innstHerðubreið að vestan Ég skrapp aðeins í Brynju í dag til að fá mér inn víðfræga Brynjuís sem er ómissandi þáttur í tilverunni. Það er ósköp notalegt að dóla inn Eyjafjarðarhringinn, þann litla eða stóra eftir atvikum. Þegar ég renndi inn Eyjafjarðarbraut vestari datt mér í hug að kíkja aðeins á Vatnahjallaveg hinn nýja og kanna hvort hann mætti reyna. Þegar þangað var komið leist mér eiginlega ekki alveg á að leggja á fjallið svona að ókönnuðu máli og hélt því áfram inn dalinn ef eitthvað falleg bæri fyrir sem nýttist sem myndefni. Mér varð eiginlega svolítíð ill við þegar ég sá nýrutt vegarstæðið upp Nýjabæjarfjall, þetta var svöðusár í fjallshlíðinni. Öllu fallegri er leiðin inn Eyjafjarðardalinn og ekki skemmir að aka með Eyjafjarðará allan tíman þó svo hún sé öllu rýrari en neðar.

Þegar innar dró tók því ekki að snúa við þannig að ég dreif mig upp úr Eyjafjarðardalnum og í Laugafell. Þar var fátt og rigning og lítt gæfulegt til myndatöku. Þá var bara að hendast austur úr og kíkja á bjarviðrið sem þar var að sjá. Það klikkaði ekki, austurfjöllin böðuð sól og drottningin sjáf Herðubreið með nýja snjókufl eftir verslunarmannahelgarhretið hér fyrir norðan. Trölladyngja var líka alhvít í toppinn.

Sprengisandsleið er orðin betri en þjóðvegur 1 var þegar ég var í árdaga aksturs og þar er hægt að láta gamninn geysa. Bárðardalur alltaf jafn fallegur.  Ég hafði bara nokkuð upp úr krafsinu með myndir og mikið óskaplega er hressandi að fara svona inn á hálendið þó svo það sé bara svona augnablik seinnipart dags.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband