Hrikaleg mistök.

Vegurinn sem hvarfÞessi nýja stefna í virkjanamálum á Íslandi virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Nú standa deilur um þessa virkjun í Fjarðará og framkvæmdir þar hafa farið langt út þeim ramma sem þeim var ætlað. Ég er sammála Hjörleifi þar sem hann bendir á hættu af því að þarna vofi yfir byggðinni tifandi tímasprengja. Umræðan um Múlavirkjun er í fresku minni og þar hefur á sama hátt og í Seyðisfirði verið farið offari gegn náttúrunni og eftirlitsaðilar brugðist.

Ég veit ekki hversu margar virkjanir af þessum toga eru á dagskrá á landinu í dag. Ég bloggaði aðeins um þessi mál fyrir nokkru og nefndi þar Djúpadalsvirkjun í Eyjafirði. http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/272266/  Eins og menn muna var sú virkjun gerð í tveimur áföngum og í vetur sem leið ruddi áin burtu stíflu þeirri sem hróflað var upp af vankunnáttu, sennilega, og eftir á að hyggja var það eiginlega óðs manns æði að safna uppstöðulóni í Djúpadal og vafasamri jarðvegsstíflu ætlað að halda því þar. Enda fór sem fór..stíflan sópaðist í burtu og stórkostlegt lán að engin beið bana í þeim hamförum. Ég man ekki tímasetningarnar en þetta lón náði varla að vera þarna nema í fáeina mánuði. Myndina hér að ofan tók ég í fyrrasumar þegar lónið í Djúpadal var orðið fullt og sést vel hvar gamli vegurinn inn dalinn hverfur í vatnið. Hann er nú á þurru og vonandi hugsa menn sig vel um, áður en lagt verður í framkvæmdir þarna á ný.

Mér er kunnugt um að ýmislegt er í pípunum hjá fjárfestum sem komið hafa auga á þessa gróðlind að virkja ýmisar ár og fljót. Fyrir nokkru fór ég á fyrirlestur þar sem kynntar voru hugmyndir um rennslisvirkjun í Skjálfandafljóti í Bárðardal og eftir því sem ég veit best eru eigendur fyrrum eyðijarðarinnar Tjarna í Eyjafirði að hugleiða virkun og lón innan byggðar í Eyjafirði. Þetta eru sömu aðilar og virkuðu í Djúpadal að einhverju leiti. Við vitum hvernig það fór.

Ég er einn að þeim sem ekki er sérstaklega hrifin að þeirri hugsun að einstaklingar geti ráðist í slíkar framkvæmdir. Í fyrsta lagi færi verulegt gróðurlendi undir vatn, gjöful veiðisvæði eyðilegðust og svo það sem ekki er síðast en ekki síst...eigum við að treysta því að öryggi slíkrar virkjunar væri sem skyldi. Það yrði ljóta flóðið niður Eyjafjarðardal ef slík stífla brysti og tjón í þeirri þéttbýlu sveit yrði rosalegt. Mannvirki í Eyjafirði eru mörg hver aðeins fáeina tugi sentimetra ofan venjulegs vatnsborðs Eyjafjarðarár á vengulegum degi, t.d. Hrafnagilsskóli, grunnskóli sveitarinnar. Og í óshólmum þessara sömu ár eru síðan flugvöllurinn á Akureyri sem færi illa út úr slíkum atburði ef yrði.

Það er svo sannarlega kominn tími til að kanna slík áform og slíkar hugmyndir í hörgul. Það á ekki að leyfa neinar slíkar virkjanir nema að undangengnu ítarlegu umhverfismati og muna það að almannahagsmunir vega þyngra en gróðamöguleikar einstaklinga.


mbl.is Virkjunarframkvæmdir við Seyðisfjörð í ólestri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mér koma þessar fréttir af miklum ólestri virkjunarmála mjög á óvart.  Ég ætla ekki að draga í efa að aðfinnslur fulltrúa Skipulagsstofnunar séu réttmætar. Ég ber traust til þeirrar stofnunar og veit að það eru menn sem tala ekki út einn daginn og suður annan daginn. Vonandi verður þetta skref til að rétt yfirvöld grípa inn í og hægt verður að laga það sem úrskeiðis hefur farið.

Þegar vikjun þessi var í bígerð var haldinn fleir en einn borgarafundur um málið og virkjunaraðilar lögðu sig í framkróka um að kynna málið á þann hátt sem þeir best gátu. Uppdrættir af fyrirhuguðu virkjunarsvæði og önnur gögn lágu fram á netinu og opinberum stöðum á Seyðisfirði.

Það sem hefurbrugðist eftir að virkjarframkvæmdir fóru í gang var eftirlitsskylda þeirra aðila sem eiga að hafa eftirlit.

Ég vil leyfa mér að efast um að umhverfisrask sé meira en efni standi til. Ég get ekki betur séð en að þar sem búið er að loka skurðinum sé frágangur til fyrirmyndar. En þetta hef ég alls ekki kynnt mér nægilega vel til að fullyrða þetta.

Þegar ákveðið var að fara í Fjarðarárvirkjun var mikið talað um að stórar vikjanir á borð við Kárahnjúkavirkjun væru umhverfisslys og verið væri að raska ósnortnu víðerni. Nær væri að virkja minni ár. Já, smávirkjanir voru hafnar til skýjanna. Nú er kannski kominn sá tími að stórvirkjnair fá að njóta sannmælis, en smávikjnair eru mein hið mesta.

lnn af öðru

Jón Halldór Guðmundsson, 4.8.2007 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband