3.8.2007 | 14:48
Hjörleifur - sannur vinur Akureyrarvallar.
Það er gott þegar menn taka að sér að vera vinir einhvers. Það er gæfa þess sem valin er. En samt ætla ég að svara Hörleifi Hallgríms "vallarvini" þar sem hann gerir greinarstúf minn um Akureyrarvöll æsku minnar að umtalsefni. Hjörlfeifur Hallgríms fer mikinn í Vikudegi þar sem hann finnur grein minni ýmslegt til foráttu.
Fyrst ber Hjörleifur saman skíðasvæðið í Hlíðarfjalli og Akureyrarvöll og virðist telja eðlilegt að slíkt svæði sé ekki í notkun lengi árs eins og ég gerið að umtalsefni í grein minni með Akureyrarvöll. Því svara ég, Hjörleifur...þú ert þó ekki að telja notkunarlaust svæði í Hlíðarfjalli í 500 - 800 metra hæð sé sambærilegt lykilsvæði í miðbæ Akureyrar. Þessi samlíking er í besta falli fráleit.
Svo hæðist Hjörleifur að notkun minni á orðinu "Moldarvöllur". Allir þeir sem þekkja til á Akureyrarvelli í alvöru, vita hvað verið er að tala um þegar talað er um moldarvöllinn gamla. Svo ég upplýsi Hjörleif "vallarvin" um hvaða svæði það var og er, þá er það svæðið austan við grasvöllinn sem á sínum tíma var aðalleiksvæði barna og unglinga og aðalæfingasvæði yngri flokka í knattspyrnu. Það var sáð í moldarvöllinn fyrir allmörgum árum og hann er nú grænn á sumrin. Þetta vita allir sannir vallarvinir og þeir sem þekkja til sögunnar.
Að þetta svæði hefur ekki verið byggt upp er ekki um að kenna "ræfildómi" bæjaryfirvalda heldur fyrst og fremst þær áherslur íþróttafélaganna að byggja upp eigin svæði og þar með voru brostnar þær forsendur að setja hundruð milljóna í svæði sem hefði litla nýtingu og takmarkaða uppbyggingarmögleika. Þetta var sem sagt forgangsröðun Hjörleifur ef þú veist hvað það er.
Núverandi bæjarstjórnarmeirihluti hefur loks markaða stefnu til að fara eftir í málefnum þessa svæðis. Það hefur skort. Í endurskoðun aðalskipulags ákváðu Akureyringar sjálfir að þetta svæði yrði tekið undir aðra starfssemi þ.e. blönduð byggð íbúða, verslunar og þjónustu auk útisvistar. Bæjaryfirvöld hafa þar með stefnu sem bæjarbúar sjálfir hafa markað fyrir þetta svæði enda voru mótmæli gegn þessari tillögu hverfandi. Bæjarstjórn á Akureyri getur ekki farið aðrar leiðir í skipulagsmálum en bæjarbúar sjálfir hafa markað og í þessu tilfelli mað nýju aðalskipulagi, sem gildir til 2018 og er sú stefna afar skýr.
Í Naustahverfi er svæði sem hentar afar vel fyrir frjálsíþróttavöll og annað það sem bæjaryfirvöld á Akureyri vilja gera í íþróttamálum. Hjörleifur setur sig í hlutverk veðurfræðings og telur mjög vindasamt á þessu svæði. Mér er til efs að baki þessu liggi miklar rannsóknir og reynsla undanfarinna ára af rekstri tjaldsvæðanna sem eru þarna á næstu grösum er afar góð og flestir þekkja veðursældina í Kjarnaskógi þar fyrir sunnan..veðravíti Innbæjardrengisins er þá líklega annarsstaðar en þarna vesturfrá enda er varla við því að búast að Hjörleifur hafi reynslu af því svæði í æsku sinni.
Að ríghalda í þessa umræðu um gamla Akureyrarvöllinn er aðeins til tjóns fyrir uppbyggingu íþróttamála á Akureyri. Það væri skynsamlegt að menn einbeittu sér að því að framkvæma markaða stefnu í stað þess að snúast í endalausa hringi og drepa málum á dreif. Slíkt er til þess eins fallið að tefja og skaða þá uppbyggingu sem nauðsynleg er hér í bæ.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 818827
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.