30.7.2007 | 18:26
Draugfúll á móti.
Það er kátbroslegt að heyra í Steingrími J Sigfússyni í dag og gær. Það er greinilegt að þessi ágæti formaður VG hefur ekki komist yfir fýlukastið sem hann fékk í vor þegar hann klúðraði aðkomu flokksins að ríkisstjórn. Hann er að vísu ekki alveg ein á báti því núverandi nöldurkast kemur í beinu framhaldi af Ögmundi Jónassyni sem stóð fýluvaktina í síðustu viku. Sennilega hefur Steingrímur verið í fríi því það hefur lítið heyrst í honum að undanförnu. En nú er kappinn mættur og enn fúlli en fyrr.
Nú er hann uppvægur yfir að standi á mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kvótarniðurskurðar. Steingrímur er greinilega ekki alveg að fylgjast með því þegar er hafin vinna við mótvægisaðgerðir og varla ætlast Steingrímur til þess að allt sé tilbúið á örfáum dögum. Málið er flóknara en svo að það verði klárað á örskömmum tíma. En það er víst ekkert við þessu að gera, Steingrímur leggur fátt gott til og hefur tekið að sér að nöldra og skæla. Ég hef enn ekki heyrt hann eyða einu jákvæðu orði vegna þess þegar hefur litið dagsins ljós.
En svona er þetta....hluverkið " fúll á móti "er víst það sem sá ágæti formaður hefur tileinkað sér og erfitt er að losna úr. En hann er sjáfum sér verstur...menn sem ekkert gera annað en væla úlfur úlfur missa trúverðuleika og menn nenna ekki að hlusta á þá til lengdar.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 818828
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sé alltaf Steingrím fyrir mér í gúmmístígvélum... þusandi og þvargandi um allt og ekkert.
Óskar Þorkelsson, 30.7.2007 kl. 18:45
... þegar hann klúðraði aðkomu flokksins að ríkisstjórn ...
... því þegar er hafin vinna við mótvægisaðgerðir ...
... leggur fátt gott til og hefur tekið að sér að nöldra og skæla ...
Mikið óskaplega er gott að flatmaga í volgu Íhaldsbælinu.
Jóhannes Ragnarsson, 31.7.2007 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.