Dyngjufjalladalur - dulmögnuð eyðimörk.

DyngjufjalladalurÞað er eiginlega óvænt upplifun að fara um Dyngjufalladal í síðdegisbirtu. Á korti og í bókum er ekki mikið gert úr þessum dal sem liggur milli Dyngjafjalla og Dyngjufjalla ytri nærri Öskju. Í dalinn verður komist sunnan af örfæfum af lokaáfanga Gæsavatnaleiðar, úr Suðurárbotnum og úr Mývatnssveit vestan Sellandafjalls.

Það var ótrútlegt sjónarspil ljóss og skugga í dalnum sem er mjög þröngur á kafla og ljósar liparitsskriður bregða ótrúlegri birtu um hlíðar fjallanna. Þau eru þó hvorki há né sögufræg en einhvernveginn hefur þessi staður ótrúlega dulmögnuð árhrif. Þarna er gönguskáli Ferðafélags Akureyrar sem það notar sem áfangaskála á gönguleiðinni Suðurárbotnar - Askja - Herðurbreiðalindir.

Fegurð öræfa Íslands er stórkostleg.

Læt fylgja hér með eina mynd af mörgum sem ég tók þarna. Hún sýnir á veikburða hátt hver upplifun er að vera þarna á ferð við slíkar aðstæður sem voru á laugardaginn síðasta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband