Endurtekin mistök kalla á uppsagnir.

Hann var frekar aumingjalegur talsmaður járnblendisins þegar fréttamaður saumaði að honum með spurningum.

Af hverju gerist þetta...svar ... álag.

Af hverju gerist þetta....svar ... mannleg mistök

Gerist þetta oft......   svar ...   ekki á hverjum degi...kannski nokkrum sinnum í viku.

Svona hélt þetta áfram í dágóða stund og aumingja manninum vafðist tunga um háls og það komu langar þagnir.. var þetta vond samviska sem olli þessari hikandi svarasyrpu ? Spyr sá sem ekki veit.

Af hverju skipta þeir ekki um mannskap ef þeir sem fyrir eru gera svona mistök oft í viku ???

En ef þetta mál er skoðað í ljósi sögunnar og þess sem oddviti Kjósarhrepps sagði þá er flest sem bendir til að þetta sé vísvitandi gert og áhuginn að bæta úr er enginn. Þetta er alvarleg ögrun við náttúru Íslands og umhverfismál. Þetta er ekkert hættulegt í þessum reyk sagði vesalings starfsmaðurinn. Honum virtist á engan hátt ljóst að það skiptir máli fyrir ímynd og umhverfi að það standi ekki dökkir reykjarbólstrar frá verksmiðjum hér á landi. Þetta var eins og Múrmanskviðhorfið á áttunda áratugnum.

Mér finnst það líka hálfgerður aumingjaskapur af sveitarfélaginu að taka ekki á málinu af festu. Kannski hótar járnblendið þeim bara að loka eins og ónefnd önnur slík fyrirtæki hafa gert sunnar við flóann.


mbl.is Reykur frá járnblendiverksmiðjunni Grundartanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

minnir talsvert á þegar áburðarverksmijan í gufunesi sleppti út gula reyknum á nóttinni sem mengunarvörn...

skal lofa þér því að ekkert verður aðhafst..

Óskar Þorkelsson, 22.7.2007 kl. 21:17

2 Smámynd: Karl Tómasson

Jón, nú er bara að standa sig í umhverfismálunum. Umhverfismálum sem skipta máli.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 22.7.2007 kl. 21:51

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hvernig dettur mönnum í hug að spyrja óþægilegra spurninga - ha? En ætli það geti ekki verið að menn noti hótanir til að hafa menn góða - vertu þægur annars förum við,,,, hver veit?

Páll Jóhannesson, 22.7.2007 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818828

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband