Sammála að vissu marki.

Þar kom að því. Ég er í grundvallaratriðum sammála VG hvað varðar einkavæðingu grunnþjónustunnar. Það á ekki að einkavæða vatnsveitur, hitaveitur, póstþjónustu, grunnnet fjarskipta, heibrigðisþjónustu eða annað slíkt sem telst til grunnþátta þess samfélags sem við þekkjum.

Þó finnst mér koma til greina með ströngum skilyrðum og litlum eignarhluta að veita utanaðkomandi fjármagni inn í sumt af þessari þjónustu en þá með ströngum skilyrðum og alls ekki þannig að ríkið eða sveitarfélög missi ráðandi hlut. Þar mætti horfa til póstþjónustu að hluta, orkufyrirtækja að hluta en alls ekki á öðrum sviðum. Einkavæðing grunnets símans voru mistök sem við eigum eftir að lenda í vandræðum með að mínu mati.

Bankar eiga alls ekki heima í eigu ríkis eða sveitarfélaga og ýmislegt af því sem gert hefur verið er í góðu lagi og hefur skapað líf og þróun á þeim sviðum. En gætum okkar.... það er ekkert grín að missa grunnþætti samfélagsins til einkaaðila sem gætu leikið sér með þá eins þeim sýndist.


mbl.is VG: grunnþjónusta á að vera á hendi hins opinbera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það er síður en svo þannig að við borgum minna með því að atvinnustjórnmálamenn ráði orkufyrirtækjunum. Það kostar okkur allt of mikið. Ég efast um að einkafyrirtæki í samkeppni við þá hvort sem er almenningsveitur eða einkaveitur þyrði að okra á okkur til jafns við stjórnmálamenn í atkvæðaveiðum. Við höfum bitra reynslu af þeim viðskiptum. Stjórnmálamenn vegna atkvæðaveiða láta freistast að niðurgreiða til stóriðju vegna þess að héraðið vantar störf o.s.frv. .

Dæmi um hvernig þeir fara að þessu:

Virkjun kostar einhverja vissa upphæð.  Visst mörg ár þarf til að greiða niður kostnaðinn sem venjulega kaupendur þjónustunnar greiða. Það er þá einhver upphæð á ári sem þarf að greiða + eðlilegan arð af fjárfestingunni, x.  Orkunotkun hvert ár = y mikið. => Orkukostnaður =    x/y . Segjum til einföldunar að kostnaður  á ári auk arðs sé 365 kr. Sömuleiðis að notkunin sé 1 eining á dag, þ.e. að þá þyrfti hver eining að kosta 1 kr. til þess að virkjunin fái sitt til að standa undir kostnaðinum.  

Stóriðja kaupir 50% af orkuframleiðslunni, almenningsveitur hinn helminginn.

Stóriðja greiðir 20 aura fyrir eininguna en við smælingjarnir 80 aura. Þetta kallast á mannamáli að smælingjarnir (við) greiðum of hátt verðtil þess að Alþingismenn sumir telji sig, með því að nánast gefa stóriðjunni raforkuna, vera að auka við störf í kjördæminu sínu. Með öðrum orðum : niðurgreiðsla.

Gamalt dæmi er Blönduvirkjun sem stóð í 10 ár án þess að þörf væri fyrir hana vegna þess að það vantaði störf á norðurland. Þetta kostaði okkur smælingjana einnig milljarða á ári sem við greiddum úr okkar eigin vasa í gegn um of hátt orkuverð.

Bara Kárahjúkavirkjun kostar meðalheimilið kr. 25- 35.000,- meira á ári en vera þyrfti í raforkuverði en vera þyrfti.

Er ekki mál að linni, eða eigum við skattgreiðendur endalaust að vinda galtóm veskin okkar í svona óþarfa ?

NEI ÞÖKK FYRIR , EKKI ÉG! ÞIÐ SEM ÞESS ÓSKIÐ, GERIÐ ÞAÐ Á YKKAR KOSTNAÐ EKKI MINN !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.7.2007 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband