Hverjir eiga Landsvirkjun ?

Mér eiginlega öllum lokið. Getur verið að Landsvirkjun sem er í eigu ríkisins geti og megi mæta með tilboð til einstaklinga og sveitarfélaga um fyrirgreiðslu. Að slíkt fyrirtæki reyni að hafa áhrif á ákvarðanir sveitastjórna og íbúa í einstökum byggðalögum með mútum og tilboðum um aukafyrirgreiðslu.

Í því tilfelli sem verið hefur til umræðu hefur verið nefnt að Landsvikjun hafi verið að bjóða vegaframkvæmdir og tilboð um bætt GSM samband. Í staðin ætlar Landsvirkjun að fá eina helstu náttúruperlu hreppsins og virkja hana. Síðan á sveitarfélagið enga aðkomu að tekjum þessarar vikjunar því hún er reist í öðru sveitarfélagi.

Ég held að það sé kominn tími til að taka völdin af forstjóra Landsvirkjunar. Hann virðist halda að hann sé stjórnvald í ríkinu og eigi persónulega þetta fyrirtæki sem honum er falið af þjóðinni að stjórna.


mbl.is Fagna samþykkt um Urriðafossvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég tel að þegar opinberir starfsmenn, eins og þeir sem vinna hjá Landsvirkjun reyna að stjórna sveitarstjórnum, þá séu þeir að fara á hála braut.  Það eru nefnilega þeir sem kjörnir eru til að stjórna sveitarfélaögum sem eiga að fara með forræði þeirra. Þeir sem eru kjörnir í stjórn Landsvirkjunar hafa falið stjórnandum að stjórna rekstri fyrirtækisins. Ég efast um að stjórnvöld hafi falið Landsvirkjun svona verk.

Jón Halldór Guðmundsson, 26.6.2007 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband