Nýr netmiðill, mikið að lesa.

Samkeppnin er orðin mikil í örsamfélaginu okkar hér á Íslandi. Tvö fríblöð, Mogginn í útrás, Viðskiptablaðið og loks allir auglýsingabæklingarnir og tímaritin sem okkur gefst kostur á þessi misserin. Stór hluti af þessum pappír fer ólesin í endurvinnslu og sorphauga því fólk hefur ekki tíma að sitja við lestur blaða í klukkustund á dag, sem fer í þetta ætlir þú að hraðlesa það helsta. Ég tala nú ekki um ef menn ætla að lesa vandlega.

Nú er það sama að verða uppi á teningnum í netheimum. Fjöldi fréttasíðna eykst stöðugt og samkeppnin orðin hörð. Vandinn er að vera öðruvísi og ná athygli. Það eru sömu fréttinar sem hægt er að finna á 20 stöðum um fjölmiðlaheiminn hér. Hver hefur áhuga á að lesa um álverakapphlaupið á 20 stöðum með mismunandi orðalagi. Enginn.

Mér sýnist að þeir Eyjumenn ætli að nýta sér bloggvinsældir til að ná lestri og það er skynsamlegt. Það er eiginlega að verða eina leiðin til að vera öðruvísi að fá utanaðkomandi til að halda uppi stemmingunni. Hvað þetta bloggæði á svo eftir að standa lengi er svo önnur saga. Mér hefur sýnst að svokölluð Siðanefnd blaðamanna reyni eftir megni að halda niðri opinni og lýðræðislegri umræðu í þjóðfélaginu og því er kannski eina vonin að fólk eins og ég og þú séum að skrifa um það sem máli skiptir og sprengja kýlin. Blaðamenn mega það ekki fyrir fínu nefndinni sinni. Hlutverk þessarar nefndar virðist vera að halda niðri félagsmönnum sínum. Þá verða bara aðrir að taka við kyndlinum.

Til hamingu Eyjarmenn, vonandi verður þarna opin og gagnrýnin umræða án ritskoðunar Siðanefndar blaðamanna.


mbl.is Nýr fjölmiðill tekur til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Og vonandi verður hún gáfuleg.

Kær kveðja frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 23.6.2007 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband