19.6.2007 | 21:12
Merkilegir jarðskjálftar.
Það er merkileg jarðskjálftahrinan sem verið hefur að undanförnu við Upptyppinga austan Öskju. Þar hefur verið viðvarandi virkni í nokkrar vikur. Sérkennilegt er hversu djúpir þessir skjálftar eru eða á allt að 17 km dýpi. http://hraun.vedur.is/ja/viku/sidasta/ask.gif
Þetta eru skjálftar á þessum stað eins og þeir líta út að samandregnu yfirliti síðustu viku. Svona leit þetta út í dag og síðustu klukkustundir. http://vedur.is/skjalftar-og-eldgos/jardskjalftar/vatnajokull/
Þetta kemur í framhaldi af virkni sem verið hefur í Bárðarbungu eða eiginlega svæðinu norðan bungunnar og niður undir Dyngjuháls í bráðum tvö ár. Einnig hafa komið gusur norðan svæðisins allt norður í Herðubreið. Þetta sýnir að sprungusveimurinn norður um frá Vatnajökli er á hreyfingu, meira en verið hefur undanfarin ár og tengist það sennilega aukinni virkni undir Vatnajökli eins og jarðfræðingar hafa verið að kynna undanfarin misseri.
Það er freistandi fyrir leikmann að álykta að þessi hreyfing og virkni gæti haft áhrif á hina geysiöflugu eldstöð Öskju þó svo virkni þar hafi verið með minna móti í þessu öllu saman. Þar hafa orðið gífurlega öflug eldgos og eitt það stærsta sögu landsins 1875 þegar Víti gaus og Öskjuvatn myndaðist á næstu áratugum þar á eftir.
Kannski eru þessu djúpu skjálftar austan Öskju fyrstu merki um aukinn þrýsting á sprungureinina um Öskju og það geri boð á undan sér með þessari djúpu virkni við Upptyppinga. Hver veit en eitt er víst að ég ætla að gefa Öskjusvæðinu, sem er mitt uppáhald, nánar gætur á næstunni.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér þykir þú segja fréttirnar. Ég get ekki sagt annað en; "Til þess eru Vítin að varast þau".
Jón Halldór Guðmundsson, 19.6.2007 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.