10.6.2007 | 21:00
Sérkennilegur Framsóknarflokkur.
Þá er Valgerður orðin varaformaður og ástæða til að óska henni til hamingju eða hvað ? Það sem mig langaði að nefna í þessu sambandi að ég undrast þessa niðurstöðu hjá Framsóknarflokknum. Guðni orðinn formaður og svo Valgerður vara í dag. Þetta er eimitt fólkið sem ber á því mesta ábyrgð hversu neðarlega og illa er komið fyrir flokknum. Valgerður hefur rekið einstrengislega stóriðjustefnu og talað niður til þeirra með háði sem hafa eitthvað við það að athuga. Slíkt er ekki vænlegt til vinsælda og lítið til að byggja á til lengri tíma.
Guðni er eiginlega eins og tímaflakkari frá síðustu öld og er manna harðastur í að viðhalda þröngri hafta og afturhaldsstefnu. Þetta eru þau sem eiga að rífa Framsóknarflokkinn upp úr niðurlægingu og þeirri útreið, sem þjónkun við eimitt þetta, kom flokknum. Það er eiginlega furðulegt hversu rangt Framsóknarmenn lesa í spilin. En ég ætti ekki að vera að kvarta, meðan sjóndeildarhringur Framsóknarmanna er torfkofavinkill á menn, málefni og framtíðina þá er lítil hætta á að flokkurinn muni nokkru sinni ná sér á strik á ný.
Val þessa fólks sýnir líka svo ekki verði um villst að flokkurinn hefur gefist upp í þéttbýlinu og kýs til leiks fólk úr harðasta dreifbýli til að leiða flokkinn næstu ár. Svei mér þá ef Framsókn ætlar sér ekki að láta það duga að vera 10 % flokkur næstu áratugi.
Valgerður kjörin varaformaður Framsóknarflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
** Er þá staður Valgerðar bakvið formanninn?
- Mér datt þetta bara í hug.
Jón Halldór Guðmundsson, 10.6.2007 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.