Hótanir Seðlabankastjóra.

Hót­an­ir í aðdrag­anda kjara­samn­inga verða ekki til þess að auðvelda þá,“ seg­ir Drífa Snæ­dal, formaður Alþýðusam­bands Íslands. Seðlabanka­stjóri sagði í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann í dag að bank­inn myndi bregðast við ef kom­andi kjara­samn­ing­ar reyn­ist óraun­hæf­ir og kyndi und­ir verðbólgu.

Allir vita að samningar í vetur verða erfiðir og allir þurfa að leggjast á einn til að ná friðsamlegri lausn.

 

Friðsamleg er kannski ekki raunhæft eftir að elítan hefur skammtað sér milljónir í launahækkanir og fyrirtækin græða sem aldrei fyrr.

 

Enn einu sinni er kallað eftir að almennt launafólk axli ábyrgð og taki á sig afleiðingar efnahagsmistaka stjórnvalda. Verðbólga komin í hæstu hæðir og enn á uppleið. Vaxtahækkanir Seðlabanka bæta síðan olíu á eldinn og afkoma heimilanna versnar hratt.

 

Og þá mætir Seðlabankastjóri sem þagað hefur þunnu hljóði meðan elítan tekur sér milljónatugi í launahækkanir og fyrirtækin sem það geta moka inn gróða og þar eru bankarnir fremstir í flokki og fitna sem púkinn á fjósbitanum á kostnað almennings.

 

Og á fjósbitanum situr síðan Seðlabankastjóri og hótar verkalýðshreyfingunni og almennu launafólki.

 

Einhvernveginn finnst manni vitlaust gefið í þessu þjóðfélagi.

 

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Rangt hjá Drífu. Það er gott að seðlabankastjóri komi fram með þetta núna. Þá er fyrirfram hægt að setja fyrirvara í kjarasamningana um að ef seðlabankinn ætlar að eyðilegggja með vaxtahækkunum þá falli samningarnir úr gildi og verkföll hefjast án frekari málalenginga. 

Helgi Bjarnason (IP-tala skráð) 5.8.2022 kl. 05:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 819089

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband