30.4.2022 | 09:39
Hollvinasamtök eldri hverfa á Akureyri.
Eins og flestir vita hafa verið deilur um uppbyggingu í gömlu hverfunum okkar. Það tókst með grasrótarstarfi að hrinda stórkallalegum og ómarkvissum hugmyndum um háhýsi á litlum reit á Tanganum.
Íbúakosning var knúin fram og þau áform kolféllu. Nú er sama uppi á teningnum í Innbænum. Sami verktaki hefur enn og aftur óásættanlegar hugmyndir um hvernig skuli vinna. En hugmyndir um mörg stór háhýsi ofan í rótgróinni byggð eru af sama toga og á Oddeyri, falla enganvegin að þeirri byggð sem fyrir er og stangast illa á við Byggingalistastefnu bæjarins.
En eins undarlegt og það er þá eru margir kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn og Skipulagsráði skotnir í þessum vondu áformum. Nú er á sama hátt reynt að afstýra þessu slysi eins og tókst á Tanganum.
Hópur áhugamanna um verndun eldri hverfa hittist í vikunni og ræddu þessi mál. Auðvitað verður ekkert lát á ásókn í lóðir á viðkvæmum svæðum og því töldu fundarmenn á einsýnt að stofna til formlegra samtaka um verndun gamalla hverfa.
Hollvinasamtök eldri hverfa er vinnuheiti á stofnun hóps sem ætlað verður að vekja athygli á menningarverðmætum sem fólgin eru í koma í veg fyrir að bæjaryfirvöld stökkvi án gagnrýni á verktakahugmyndir sem taka ekkert tillit til menningar og sögu. Torfusamtökin í Reykjavík á síðustu öld eru að hluta fyrirmynd hvað varðar hugmyndafræðina.
Starfshópur var valin á fundinum og honum falið að undirbúa formlega stofnun samtaka um verndun eldri hverfa, semja tillögu að lögum og verkáætlun. Horft er til þess að stofnfundur verði fljótlega og hann auglýstur og Akureyringum boðið að gerast stofnfélagar.
Markmiðið er að sem flestir sameini krafta sína og verði upplýsandi og veiti kjörnum fulltrúum og öðrum verðugt aðhald í framtíðinni.
Eins og við þekkjum af umræðunni síðustu mánuði þá er brýnt að bindast samtökum um þessi málefni því ekki skortir á galnar hugmyndir sem eyðileggja ásýnd og sögu Akureyrar.
Ég tók sæti í þessum undirbúningshópi enda hefur mér hreinlega blöskrað virðingaleysi sumra kjörinna fulltrúa fyrir menningarverðmætum og ásýnd Akureyrar.
Von er á tíðindum af þessu máli fljótlega.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 819089
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.