Lokaða bloggið hans Björns Inga.

Tveir stjórnmálamenn sem blogga mikið eru báðir því marki brenndir að leyfa ekki athugsemdir á síðum sínu. Þeir vega mann og annan í skrifum sínum en loka á aðkomu og möguleika til andsvara. Það er auðvitað þeirra val en mjög hallærislegt og heldur lítilmannlegt.

Björn Ingi   http://bingi.blog.is/blog/bingi/#entry-227399 hefur sérstakar áhyggjur af Samfylkingunni og því sem þar er að gerast. Honum er einstaklega umhugað um varaformanninn okkar Ágúst Ólaf og skilur hvorki upp né niður í því hvernig staða hans er í flokknum. Ágúst sjálfur lét þess sérstaklega getið að hann óskaði eftir nefndarformennsku í viðskiptanefnd en ekki fjárlaganefnd. Birni er þetta mikið áhyggjuefni en ég ráðlegg honum að lesa bloggið hans Gústa og kynna sér málin. Það er nú kannski ofmælt að fara fram á það því mér sýnist á skrifum þessa ágæta manns að oft er hann ekki að vanda fullyrðingar sínar.

Aðeins smá ágiskun.

Kannski finnst Birni Inga þetta rýrt því hann fékk allt fyrir ekkert í myndun meirihluta í Reykjavík. Það var rýrt fylgið sem skilaði honum valdastöðu í Reykjavíkurborg þar sem íbúar hafa gefið út dánarvottorð Framsóknarflokksins. Það er sennilega einsdæmi að 6% manni sé falið slíkt vald og Sjálfstæðisflokknum til lítils sóma að leiða til valda stjórnmálamann sem fólkið hafnaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Auðvitað hræðist Björn Ingi það hvað fólk hefur um skrifin hans að segja, hann notar bara sömu aðferðina og Strúturinn - stingur höfðinu ofan´sandinn og þá heldur hann að allt sé í lagi

Páll Jóhannesson, 1.6.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband