30.8.2021 | 17:48
París og Glerárgatan.
Í dag tóku gildi nýjar hraðatakmarkanir á götum Parísar. Aðgerðunum er ætlað að fækka bílum í borginni og draga úr slysum, hljóð-, og loftmengun. Óheimilt er að aka á meira en þrjátíu kílómetra hraða á langflestum af götum Parísar frá og með deginum í dag. Í raun gildir hámarkshraðinn alls staðar í borginni nema á þjóðvegum og hraðbrautum umhverfis borgina.
( ruv.is )
Stjórnmálamenn á Akureyri ( sumir hverjir ) hafa lagst gegn hraðatakmörkunum á smá stubbi af Glerárgötu, þ.e. frá Strandgötu að Kaupvangsstræti. Til stóð að lækka hraða til ná betri tenginum við hafnarsvæðið og auk þess að fækka akreinum úr fjórum í tvær.
Þetta var í hugum þessara sömu stjórnmálamanna alveg óhugsandi og alveg út í hött að láta sér detta í hug að lækka hraðan úr 50 km. í 30 km. Það átti að kosta ómælanleg vandræði ef þetta yrði framkvæmt. Í hugum þeirra var fækkun akreina og lækkum hámarkshraða algjörlega óyfirstíganleg vandamál.
Nú er þetta skipulag í vinnslu eina ferðina enn og fyrir liggur tillaga um þetta stórhættulega svæði, nokkrir tugir metra í Miðbæ Akureyrar.
Nú berast fréttir af því að París ætlar að lækka umferðarhraða í 30 km í 60% gatna í borginni og þar með taldar hraðbrautir, þó ekki þeim sem liggja UMHVERFIS borgina.
59% borgarbúa styðja þessar hugmyndir og því ljóst að þær munu ganga eftir.
Á meðan þora stjórnmálmenn á Akureyri ekki að lækka hraða á lykilstað í bænum okkar, sjálfum Miðbænum, hvað þá fækka akreinum. Það er á örstuttum kafla og mundi gjörbreyta Miðbæjarmyndinni til góða fyrir mannlíf og umhverfi.
En svona er þetta þegar sjóndeildarhringurinn er þröngur.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 819288
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.