Oddeyrin. Allir saman nú.

0002021  03.7 Lundó +-0150Oddeyrin er næst elsta hverfi Akureyrar. Innbærinn hefur verið endurreistur með sóma og er nú eitt eitt eftirsóttasta hverfi Akureyrar með Miðbænum.

 

En hver er staða Oddeyrar, þessa merka hverfis ?

 

Hverfið á sér merka sögu og er henni gerð nokkur skil á upplýsingaskiltum við Strandgötu og Eiðsvelli. Í Sögu Akureyrar ( Jón Hjaltason ) er gerð góð grein fyrir sögunni.

 

Hvað varðar skipulag er nýtt skipulag í gildi þar sem tekin er afstaða til framtíðaruppbyggingar og skipulags til framtíðar.

Rammaskipulag Oddeyrar 2018

 

Þó verður ekki hjá því komist að sótt er að þessu skipulagi sem góð sátt var um með hugmyndum úr öllum takti. Vonandi hefur tekist að koma í veg fyrir slíkt stórslys og uppbygging verði í þeim fasa sem skipulagið frá 2018 gerir ráð fyrir.

 

Nú er komið að bæjaryfirvöldum að girða sig í brók og gera aðgerðaráætlun til uppbyggingar í samvinnu við Hverfisnefnd/íbúa. Virkja þarf afl íbúanna til að takast á við ýmiskonar vanda sem því miður er allt of sýnilegur á Eyrinni.

 

Mörg hús eru illa farin og þarfnast sárlega viðhalds, lóðir eru illa hirtar og víða er safnað bílflökum og öðru rusli. Sem betur fer eru þegar sjáanleg endurnýjun húsa og fleira stendur til. Það er ánægjulegt að sjá lóðir og hús rísa úr öskustó, en betur má ef duga skal.

 

Þörfin á samstilltu átaki fer ekki framhjá nokkrum manni. Hverfisnefndin er í lykilstöðu til að stýra svona átaki í samvinnu við bæjaryfirvöld og íbúa.

 

Fyrst þarf að skilgreina stöðuna, meta framhaldið og gefa síðan út formlega uppbyggingaráætlun. Það er nauðsynlegt að tímasetja svona áætlun og auðvitað mun átak í þessum dúr taka langan tíma. Þó má ekki ætla sér of mörg ár í slíka endurreisn, fimm ára áætlun er ekki óraunhæf sem slík.

 

Allir saman nú, sú kynslóð sem nú býr á Oddeyrinni ber á því ábyrgð með bæjaryfirvöldum að skila hverfinu með sóma til komandi kynslóða.

 

Enn og aftur bið ég bæjaryfirvöld að vakna og leiða uppbyggingu Oddeyrar með sóma, það er hlutverk bæjarfulltrúa að leiða slíkt verkefni í samvinnu við alla sem málið varðar.

 

Nú eru stjórnmálaflokkar í dauðafæri að gera sig gildandi, það er kosið eftir tæpt ár til nýrrar bæjarstjórnar og vafalaust eru flokkarnir farnir að skoða drög að stefnuskrám sínum.

 

Það væri klént ef ekkert væri þar um framtíðaruppbyggingu Oddeyrar.

 

 

Allir saman nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband