Skipulagsmál á Akureyri - hvað er satt og rétt.?

2021 ss í blaðiSS byggir hefur legið undir mikilli gagnrýni frá því fyrstu hugmyndir um uppbyggingu á Tanganum birtust.  Þar var sett í gang ferli þar sem nýlegt rammaskipulag var opnað og heimildir um hæð húsa var rýmkuð verulega eða úr fjórum hæðum í ellefu.

 

Síðan þá hafa verið mikil læti og mikill fjöldi bæjarbúa og annarra hafa mótmælt þessum hugmyndum kröftuglega. Nýjasta tillaga frá skipulagsráði er að lækka húsin enn og miðast það nú við tuttugu metra að hámarki. Væntalega ættu slíkar breytingar að fara í enn eina auglýsinguna. En það er greinilega ekki á dagskrá, málið sent bæjarstjórn sem setur það í íbúakosningu.

 

Í Vikublaðinu birtist viðtal við forstjóra SS byggis. Í viðtalinu kemur fram nýtt og áhugavert sjónarmið.

 

Forstjórinn heldur því fram að frumkvæði hafi komið frá bæjaryfirvöldum þar sem honum var bent á lóðirnar við Tónatröð en þar var gert ráð fyrir nettri byggð einbýlishúsa. Allir hafa séð hugmyndir SS, fimm átta hæða hús á þröngu svæði ofan Spítalavegs.  Það er ábyrgðarhluti ef einhver í bæjarkerfinu hafa ráðlagt fyrirtækinu í þessa veru.  Þarf að upplýsa hver ber ábyrgð á svona leibeiningum.

 

En það sem má lesa út úr þessu viðtali er.... 

Fyrirtækið ber enga ábyrgð á því að hafa ferið af stað, en auðvitað eru tillögurnar þeirra.

 

Þess vegna er eðlilegt að þeirri spurningu sé varpað fram.

 

Eru það bæjarfulltrúar sem hafa komið þessu ferli af stað, eða eru það starfsmenn á deildum bæjarins ? Líklega tillögur sem valdið hafa hvað mestum deilum í áraraðir.

2019 skr

2021 sss galið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband