16.2.2021 | 10:05
Vegna skipulagsbreytinga á Oddeyri.
Sendi inn athugsemdir vegna tillögu að breyttu aðalskipulagi á Oddeyri. Athugsemdafrestur rennur út 17. febrúar kl. 16.00.
Athugasemdir vegna áforma um aðalskipulagsbreytingu á Oddeyri.
Nýlega gert aðalskipulag í samhengi við rammaskipulag á Oddeyri var vönduð vinna, unnin í góðu samráði á löngum tíma. Það er ekki skynsamlegt að rjúfa þá sátt vegna sérpöntunar verktaka á reit sem er lykilreitur í væntanlegri uppbyggingu á svæðinu.
Leitast skal við að húsagerð og hæð húsa falli að umhverfi sínu í þéttingu byggðar. Engar hugmyndir um húsagerð fylgja þessari tillögu og því erfitt fyrir íbúa og aðra að átta sig á umfangi sem rætt er um í breytingu að aðalskipulagi.
Hæð húsa á þessum reit mun spilla fyrir uppbyggingu á reitum austan og norðan við þar sem hæð húsanna og skuggavarp frá þeim mun örugglega hafa áhrif á öllu svæðinu þar sem áform eru um uppbyggingu samkvæmt nýgerðu aðalskipulagi.
Það er bæjaryfirvalda að stýra uppbyggingu í þéttingu byggðar en ekki verktaka. Það er virðingarleysi við eigendur lóða á umræddum reit að setja fram slíkar hugmyndir. Það virðist gert ráð fyrir að rífa hús á reitnum til að koma fyrir þessu fyrirbæri en meira en helmingur lóða á þessum reit er í eigu annarra.
Afleiðingar á umferð á svæðinu eru miklar og það væru vönduð vinnubrögð að hafa kannað slíkt áður en hráar hugmyndir verktaka er ætlað að stýra aðalskipulagi á svæðinu. Það hefur ekki verið gert.
Tillögur af þessu tagi lýsa fullkomnu virðingarleysi við það sem fyrir er og Gránufélagshúsunum er sýnd algjör vanvirða. Gránufélagshúsin eru lykilhús Oddeyrar og tákn þess sem mótaði byggð á Eyrinni. Að setja slík háhýsi í bakgarð þeirra er vondur gjörningur. Enda mælti Minjastofnun eindregið gegn háhýsum á þessu svæði.
Ásýnd Akureyrar gjörbreytist og þessi háu hús hafa mjög mikil áhrif á svæðið sama hvaðan úr bænum litið með neikvæðum hætti. Þessi áform koma öllum bæjarbúum við en ekki eingöngu íbúum á Oddeyri. Sú staðreynd að lækka hús í 8 hæðir breytir ekki þeim veruleika. 8 hæðir eru í engum takti við aðra byggð í hverfinu.
Tilmæli Skipulagsstofnunar eru hunsuð og skipulagsráð skautar framhjá þeim eðlilegu vinnubrögðum að hafa samráð á vinnslustigi við íbúa og fleiri. Sannarlega óvönduð vinnubrögð. Sjá umsögn Skipulagsstofnununar frá 2019. Sama síðar.
Í umsögn Skipulagsstofnunar segir að ljóst sé að hugmyndirnar feli í sér þéttari og hærri byggð en stefnt er að í rammaskipulagi Oddeyrar. Þetta muni fela í sér breytingu á ásýnd Oddeyrar og bæjarmynd Akureyrar. Skipulagsstofnun gagnrýnir þess að auki hvernig staðið var að kynningu af hálfu bæjarins. Mikilvægt sé að við svo veigamiklar breytingar í gróinni byggð, verði íbúar og aðrir hagsmunaaðilar að geta fylgst með og komið að mótun slíkrar tillögu á vinnslustigi. Þá sé óljóst hvaða forsendur liggi að baki svo viðamiklum breytingum á aðalskipulagi.
Þessar athugsemdir eru nánast óbreyttar frá síðustu auglýsingu enda litlu sem engu breytt og tillagan nánast sú sama.
Minni á að í meirihlutasamkomulagi frá 2020 var lofað að breytingar á þessu skipulagi færu í íbúakosningu þannig að næsta skref er væntanlega að setja það ferli af stað.
Jón Ingi Cæsarsson Ránargötu 30 600 Akureyri
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Enga háhýsabyggð á Oddeyrinni.Það vantar EKKI há hús þar.
Eva Björg Erlendsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2021 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.