8.2.2021 | 19:28
Opið bréf til bæjarfulltrúa. (Háhýsi á Oddeyri)
Síðasta ár árið 2020, hafa hundruð bæjarbúa, fyrirtæki og stofnanir tjáð sig um áform um að breyta nýlega samþykktu aðalskipulagi fyrir Oddeyri. Mótmælt er ósvífnu inngripi í gamalgróið íbúahverfi Oddeyrar sem ekki aðeins breytir ásýnd hverfisins heldur heildarásýnd Akureyrar.
Því er réttilega haldið fram að skipulagsráð sé ekki að vinna með heildarhagsmuni Akureyrar og Akureyringa að leiðarljósi. Ýmsir hafa tjáð sig um hvaða hagsmunir ráði för en ekki ætla ég að tjá mig um það í þessu bréfi.
Fyrir liggja hundruðir athugasemda vegna þessara áforma og Skiplagsstofnun hefur gert alvarlegar athugsemdir við vinnubrögð í málinu. Skortur á samráði og viljaleysi bæjaryfirvalda til þess hefur fengið mikla gagnrýni. Enn eitt athugsemdaferlið er í gangi og lýkur því 17. febrúar. Vonandi skila eihverjir inn athugsemdum en í raun má nota flestar þær athugsemdir aftur því litlu hefur verið breytt og grundvallaratriði óbreytt. Samráð sem Skipulagsstofnun auglýsti eftir hefur ekki átt sér stað.
Nýtt aðalskipulag er nokkurra ára og mikil sátt var við hugmyndir um uppbyggingu á Tanganum en bæjaryfirvöld hafa valið að opna það og efna til ófriðar við íbúa hverfisins og bæjarbúa alla. Enn og aftur er sett fram nánast sama skipulagið þrátt fyrir mikla gangrýni og óskir íbúa um að falla frá þessum vondu hugmyndum.
Fyrir nokkru opnuðu bæjarfulltrúar ( sumir ) opnað á þá hugmynd að setja málið í íbúakosningu, gott mál og ljóst að þar myndi örugglega koma fram vilji bæjarbúa. Ekki hefur bólað á þessari umræðu aftur og vonandi eru bæjarfulltrúar ekki að bakka frá þeirri hugmynd, sem er lýðræðisleg og sanngjörn. Við viljum hafa áhrif á bæinn okkar og viljum ekki að fáeinir hagsmunaaðilar ráði för eins og sjá má í þessu máli fram að þessu.
Það er því ósk mín ( og örugglega fleiri ) að bæjarfulltrúar nálgist þessa umræðu með opnum hætti og tjái sig. Þögnin er hreinlega pínleg. Bæjarbúa langar örugglega til að vita hvar hugur hvers og eins bæjarfulltrúa stendur til þessarar taklausu hugmyndar skipulagsyfirvalda. Þegar um er að ræða jafn risastórt mál er svolítið undarlegt að sjá hvernig bæjarfulltrúar sneiða hjá því að hafa á því skoðun.
Lát heyra bæjarfulltrúar allir 11. ( ellefu )
Í það minnsta staðfestið að um alvöru samráð verði að ræða og boðað verði til íbúakosningar ef þið viljið virkilega samþykkja þessar breytingar á aðalskipulagi.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.