7.2.2021 | 11:34
Hvað stendur til í skipulagsmálum ?
Það er fróðlegt að fylgjast með skipulagsmálum á Akureyri. Mörg mál sem byrjað var að ræða fyrir 15 árum virðast vera að ganga í endurnýjan lífdaga. Langar til að nefna þrjú þeirra og velta fyrir mér á hvaða leið þau eru.
Oddeyrin - Tanginn.
Það virðist sem bæjaryfirvöld séu tilbúin að valta yfir mjög eindregnar skoðanir bæjarbúa með tilliti til háhýsabyggðar á Oddeyri.
Nú stendur yfir þriðja tilraun skipulagsráðs til að þrýsta því máli í gegn sama hvað tautar og raular. Að vísu var aðeins nefnt að setja það mál í íbúakosningu, en það á eftir að koma í ljóst hvort við það verður staðið. Fátt sem bendir til þess enn sem komið er. Staðan núna er að umsagnarfrestur um breytingar á aðalskipulagi og rennur hann út í febrúar.
Enn einu sinni þarf að hvetja bæjarbúa til að senda inn athugsemdir, reyndar er hægt að endurnýta að mestu þær sem áður hafa verið sendar því breytingin er nánast engin frá tillögu 2.
Einlægur átakavilji skipulagsyfirvalda er rannsóknarefni og ljóst að vilji bæjarbúa er þeim ekki að skapi.
Miðbærinn.
Enn og aftur er opnað á umræður og breytingar á Miðbæjarskipulaginu. Það eru orðin nokkur ár síðan deiliskipulag fyrir miðbæinn var samþykkt í nokkuð góðri sátt. Hvað sem veldur var ekki hafist handa við framkvæmdir framhaldi af því, síðan hefur málið legið í láginni.
Á síðasta ári var síðan hafist handa enn einu sinni og búin til tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir miðbæinn. Örvæntingarfull tilraun til að koma af stað framkvæmdum. Tillagan ber þess merki að frekar eigi að gera bara eitthvað frekar en opna á framkvæmdir samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Ávísun á deilur og sundurlyndi eins og var á árunum frá 2006 - 2014. Á meðan byggja sum bæjarfélög nýja miðbæi á frumlegan og skemmtilegan hátt.
Tillagan sem nú liggur fyrir er skuggi þess sem fram komi í verðlaunatillögu Massey. Flest sem gerði hana sérstaka og metnaðarfulla er horfið, og eftir stendur tillaga sem á eftir að vekja deilur á ný.
Það sem er verst í þessari nýju tillögu að mínu mati er tengingaleysi miðsvæðis til beggja átta. Glerárgatan ekki með fjórum akreinum og Torfunefið skilið frá Miðbænum eins og verið hefur. Vona að bæjaryfirvöld hafi hugrekki til að standa við lagfæringar Glerárgötu úr fjórum akreinum í tvær. Tappinn í tillögunni þar sem gatan er mjókkuð í tvær akreinar á kafla er galin út frá umferðarmálum.
Gamli miðbærinn - Hafnarstrætið er alls ekki nægilega tengt uppbyggingarsvæðum á miðreitnum og hús þar eru mjög há með tilliti til skuggamyndunar og umverfis sem við viljum að verði mannvæn og eftirsóknarverð fyrir gesti miðbæjarins.
Ef til vill hafa bæjaryfirvöld hugrekki til að setja þessa tillögu í íbúakosningu til að draga fram vilja bæjarbúa í miðbæjarmálum.
Þétting byggðar í Holtahverfi.
Reiturinn austan Krossanesbrautar hefur verið á skipulagi þéttingar byggðar frá því í aðalskipulaginu frá 2006. Þá voru uppi áform um að byggja þar lágreista byggð raðhúsa. Gert var ráð fyrir að þar yrðu 30 - 40 íbúðir.
Nýjar tillögur sem nú eru í auglýsingu gera ráð fyrir verulega þéttari byggð og hærri húsum. Að mínu mati er of langt seilst og nær væri að halda sig við lægri byggð og minna nýtingarhlutfall. Svæðið er fallegt og nærri sjónum og það þarf að vanda sig til að þarna verði ekki til hálfgerður óskapnaður. Húsin sem teiknuð erum á norðuhlutanum eru allt of há og gera svæðið síðara en þyrfti að vera.
Einnig þarf að huga að skóla og umferðarmálum. Börn með skólavist í Glerárskóla þurfa yfir tvær meginleiðir, Hörgárbraut og Krossanesbraut og seint verður hægt að fallast á að það sé góður kostur. Skólasókn í Oddeyrarskóla væri líklega nær lagi þegar horft er til öryggismála en hvorugur kosturinn er góður að óbreyttu.
Óðinsnesið var hugsað og hannað með þungaumferð í huga en nú á að beina henni upp á Hörgárbraut ef ég hef skilið málið rétt. Ég kem ekki auga á neinar lausnir í skóla og umferðarmálum í tillögum og umræðu.
Þétting byggðar er gott mál en vont mál þegar of langt er seilst í efnishyggjunni. Það sýnist mér að sé staðreyndin með tillögu að allt of þéttri og hárri byggð í Holtahverfi.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hefur burðargeta Oddeyrar - Tanga verið skoðuð með tilliti til þungra bygginga? Þarna er gamall öskuhaugur og forarpollar. Því í ósköpunum á að valta yfir gamala og góða lágbyggingu svæðisins. Er ekki hætta á að önnur byggð fari að síga þegar búið er að byggja svona bákn á svæðinu?
Karen Malmquist (IP-tala skráð) 8.2.2021 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.