Hjalteyrargata - Tryggvabraut. Úrbóta er þörf.

2021 hjalteyrargataGatnakerfið á Oddeyri er víða barn síns tíma. Það á sérstaklega við um menginæðarnar tvær Hjalteyrargötu og Tryggvabraut. Þar sem þessar tvær götur mætast skapast oft vandræðaástand enda eru þessi gatnamót út um allt og engar stýringar eða merkingar sem tryggja eðlilegt umferðarflæði á þessum stað.

 

Tryggvabrautin er í einhverskonar ferli og til stendur að endurhanna þessa allt of breiðu götu með vondum bílastæðum á nokkrum stöðum við fyrirtækin sunnan megin. Í tillögu að deiliskipulagi er gert ráð fyrir hringtorgi við Hvannavelli enda ekki vanþörf á ef verslunarrekstur er á leiðinni á svokallaðan Hvannavallareit.

 

Svo er það Hjalteyrargatan. Um hana fer ótrúlega mikil umferð og hvergi á allri þessar löngu leið eru vasar við gatnamót. Strætóstöðvar eru ekki með nei útskot og stífla strætisvagnar götuna þegar þeir stöðva til að þjónustu farþega. Innkeyrsla á verslunarbílastæði og að hafnarsvæði stangast á hvort gegn öðru með tilheyrandi vandræðum.

 

Gatan er því enganvegin fær um að tryggja umferð með eðlilegum hætti og fróðlegt þætti mér að vita hvort til standi að endurhanna Hjalteyrargötuna til þess að hún nái að sinna hlutverki sínum með betri hætti en er í dag.

 

Sinnuleysið er nokkuð áberandi og gangbrautarljós við Grenivelli hafa verið ljóslaus mánuðum saman þrátt fyrir ábendingar þar um.

 

Það er löngu kominn tími á að þessar tvær ofannefndu götur verði endurhannaðar og sniðnar að þeim þörfum sem svona umferðaræðar þurfa. Því miður er það ekki sjáanlegt eftir því sem ég best veit.

 

Ég verð þá vonandi leiðréttur með það ef ég hef rangt fyrir mér.

2021 hjalteyrargata1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband