18.1.2021 | 12:37
Skipulagsmál á Akureyri - hvað er í gangi ?
Flestir þekkja tilraunir Skipulagsráðs til að fá samþykkta aðalskipulagsbreytingu á Tanganum.
Nú hefur tillaga þeirra verið lögð fram í þriðja sinn án nokkurra sýnilegra breytinga. Tillögu tvö var hafnað afdráttarlaust í umræðu og með undirskrifalista.
Hvor bæjaryfirvöld séu með þessu að reyna að þreyta bæjarbúa til uppgjafar með að leggja fram nánast sömu tillögu aftur og aftur í þeirri von að þeir gefist upp í tilraunum sínum að koma í veg fyrir stórslys í boði Skipulagssráðs. Veit það ekki en óneitanlega er málið undarlegt.
Allir vita að stjórnvöld á Akureyri ganga ekki erinda hagsmuna almennings í málefnum á Tanganum, þar ráða önnur sjónarmið.
Það gefur þó nokkra von að bæjarfulltrúar hafa sumir lýst því yfir að þetta mál fari í dóm bæjarbúa og kosið verði um það í íbúaskosningu. Hvort má trúa því á eftir að koma í ljós en þessar yfirlýsingar eru afgerandi og haldið fram í myndum ofurmeirihlutans sem myndaður var í haust.
( Kaffið.is )
Á hvaða tímapunkti á síðan að ganga til atkvæða um þetta umdeilda mál liggur ekki ljóst fyrir.
En hvað sem má segja um þetta ferli allt saman má helst furða sig á að bæjaryfirvöld ætli að taka þetta mál í vinnslu samhliða þeirri stefnu að hraða uppbyggingu Miðbæjarins og þéttingar byggðar í Holtahverfi.
Mál sem ekki er nein sátt um og kalla á háværar deilur bæjaryfirvöldum til vansa, ætti ekki að vera á þessum stað. Bæjarbúar upplifa þessa þrautseigju Skipulagsráðs sem tilraun til að troða þessu máli ofan í kok bæjarbúa með góðu eða illu. Það eru sterk öfl sem stjórna þessu hjá bæjaryfirvöldum augljóslega.
En ér bjartsýnn að eðlisfari, ég ætla að trúa því að bæjaryfirvöld séu skynsamari en svo að taka vilja hagsmuni einstaklinga og fyrirtækja framyfir hagsmuni bæjarbúa.
Benda má á að nýjasta útspil Skipugsráðs er nú í ferli og ég skora á alla þá sem áhuga hafa á málinu að fylgjast vel með framvindunni.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.