Sjálfstæðisflokkurinn hefur brugðist þjóðinni.

2019 sjallarAllir þingmenn stjórnarandstöðu hafa tekið undir kröfu Samfylkingarinnar um að Alþingi komi saman til fundar þann 29. desember. Þrjátíu þingmenn móta stjórnarandstöðu og þyrftu þannig aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að taka undir kröfuna svo að af þingfundi geti orðið. Þetta kemur fram í orðsendingu Oddnýjar Harðardóttur, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, til fréttastofu.

Staðan á Íslandi er mjög alvarleg. Tveir af ráðamönnum brugðust trausti þjóðarinnar og ljóst að sú framkoma hefur rekið fleyg í traust innan ríkisstjórnarinnar.

 

Brotið traust á þeim bæ veikir ríkisstjórnina og stjórn landsins verður veikari þegar traustið er farið.

 

Ef VG og Framsókn ætla að standa við bakið á fjármálaráðherra sem brást gróflega verður uppi undarleg og erfið staða.

 

Formenn VG og Framsóknar voru linir og ósannfærandi í vörnum sínum og þegar er ljóst að formaður VG hefur ekki ótvíræðan stuðning í vörnum fyrir formann Sjálfstæðisflokkinn. Bæði þingmaður og ritari flokksins telja að BB hafi skaðað stjórnarsamstarfið.

 

Það verður erfitt fyrir ríkisstjórina að halda áfram til hausts eins löskuð hún er eftir gönuhlaup fjármálaráðherra og ferðamálaráðherra..

 

Staðan núna er. Bæði formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafa brugðist í baráttunni við covid 19. Bæði hafa þau gert sig sek um dómgreindarleysi á erfiðum tímum. Auk þess hafa tveir þingmenn flokksins lagt sig fram um að tala niður baráttuna og dreifa rugli og vitleysu yfir landsmenn.

 

Það er því nokkuð ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn á ekki neitt erindi í ríkisstjórn og traust til þeirra er að mestu horfið. Aðeins formenn VG og Framsóknar hafa reynt að réttlæta fjármálaráðherra enda stólarnir mjúkir og þægilegir.

 

En nú má segja að ríkisstjórnin sé komin í öndunarvél og bara tímaspursmál hvenær hún verður tekin úr sambandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Bjarni er nú ekki allur flokkurinn. Og kannski er Kata hrædd um að verða sjálf gagnrýnd fyrir faðmlög austur á landi, krefjist hún afsagnar Bjarna.

Ég tel hins vegar auðsætt að Bjarni eigi að segja af sér. Hann hefur leikið lykilhlutverk í að þvinga fólk til að fylgja þessum kjánalegu reglum, og ber ábyrgð á hinni ómarkvissu stefnu sem framfylgt er. Sé hann ekki sjálfur fær um að fylgja eigin reglum á hann ekki lengur erindi í ríkisstjórn.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.12.2020 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband