Vinstri grænir og umhverfismálin.

2017 vgÞegar fjárlagafrumvarpið er skoðað ofan í kjölinn kemur ýmislegt áhugavert í ljós.

 

Það ætti að vera nokkuð öruggt að þegar umhverfismálin eru skoðuð og Vinstri GRÆNIR í forustu stjórnarinnar að umhverfismálin fengju aukna athygli og aukna fjármuni.

 

En er það svo ?

 

Aukningin er 0,05% af landframleiðslu. Það er án ofanflóðavarna. Sannarlega lítill metnaður og varla græn bylting eða hvað ? Ljóst að forusta VG í þessari ríkisstjórn er engu að skila til þessa mikilvæga málaflokks.

 

Fjármunir til lista, menningarstarfs og æskulýðsmála lækka næstu fimm árin. Sama á við um samgöngumálin, þar lækka framlög sömuleiðis næstu árin.

 

Frekar vilja VG liðar styðja skattalækkanir til auðmanna, lækkun veiðigjalda og fleiri gæluverkefni Sjálfstæðisflokksins en sinna málaflokkum sem maður hélt nú að væru þeirra áhugamál. En lengi má manninn reyna.

 

Staða VG í þessari ríkisstjórn er aumari en nokkur gat spáð fyrir.

 

Gott í bili en áhugavert fyrir landsmenn að skoða þær áherslur sem núverandi ríkisstjórn er að leggja til framtíðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband