Hin miskunarlausa nálgun tölvunnar.

0 2020  18 júní sól og sól-0253Ég hef verið hugsi undanfarna daga. Það er sársaukafullt að sjá fulltrúa kerfisins mæta í sjónvarpssal og útskýra af fullkomnu tilfinningaleysi hvernig tölvan vísaði fjórum börnum með valdi úr landi.

 

Fáeinir stjórnmálamenn hafa mætt sviplausir í fjölmiðla, "the computer says no".  Kerfiskallar á ferð.

 

Viljum við búa í landi sem afgreiðir viðkvæm mál með þessum hætti ? 

 

Sumir segja vafalaust já. Hvort þeir segðu já ef þetta væru þeirra eigin börn er spurning, sennilega ekki.

 

Vonandi breytist hugarfar ráðamanna í þessum málaflokki þegar börn eiga í hlut. Ég held að meirihluti landsmanna vilji ekki hafa þennan háttinn á.

 

Ísland að vera öruggt athvarf barna á flótta.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Undan hverju eru þessi börn að flýja?

Faðir þeirra er sagður vera meðlimur í Múslímska bræðralaginu, sem nú munu vera bönnuð, en voru um hríð öflugustu stjórnmálasamtök í Egyptalandi, með milljónir meðlima.

Egyptaland er einræðisríki undir stjórn hersins. Hún hefur vissulega sýnt hörku, en varla fer hún að pynta eða drepa milljónir manna. Fjölskyldufaðirinn, Khedr (ef ég fer rétt með nafnið) óttast um líf sitt, verði hann sendur aftur heim. Sé það rétt, þá eiga menn eitthvað sökótt við hann. Eigum við kannski að veita morðingjum hæli hér, vegna barna þeirra? Ekki vil ég fullyrða að hann sé glæpamaður, en fróðlegt væri að vita hvað hann á að hafa gert af sér.

Í Egyptalandi búa margir við sára örbirgð, en ekki er að sjá að það gildi um þessa fjölskyldu, a.m.k. hafði hún efni á að fljúga frá Egyptalandi til Oman og þaðan til Íslands, það gera engir fátæklingar. Ekki er annað að sjá en að þeim hafi verið skipulega beint hingað, með eða án þeirra vilja.

Reyndar er ekki að sjá að þetta blessað fólk sé sérstaklega hamingjusamt hér, enda varla von, búið að vera hér í algjöru ráðaleysi í tvö ár, leiksoppur lögfræðinga, kerfisfólks og eihhverra góðgerðasamtaka sem vill ráðsmennskast með það. Þekktur þýskur sálfræðingur, Ahmad Mansour, af palestínskum ættum, lýsti slíku fólki sem rasistum, sem hefðu sérstaka ánægju af að meðhöndla flóttafólk eins og gæludýr eða tuskudúkkur.

Ekki þori ég að lofa neinu um afdrif fjölskylduföðurins, verði hann sendur til Egyptalands, en ég held að börnunum muni líða best í heimalandi sínu, í faðmi afa, ömmu og annara ættingja. 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 24.9.2020 kl. 18:06

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hörður..sem betur fer hefur þetta mál fengið farsælla niðurstöðu og nú geta þessi börn lifað hér í öryggi í framtíðinni.

Ég sé að þú gefur þér ýmislegt sem stenst ekki skoðun en nú er þessu máli lokið með góðri niðurstöðu fyrir alla.

Jón Ingi Cæsarsson, 25.9.2020 kl. 00:00

3 identicon

Ég tek undir það, vonandi mun þessari fjölskyldu vegna vel.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 25.9.2020 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818825

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband