23.9.2020 | 09:18
Af meiri og minnihlutum.
Áhugaverð tilraun á Akureyri. Enginn minni eða meirihluti og öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.
Saga formlegra meiri og minnihluta á Akureyri er ekkert sérlega gömul, kannski tæplega 40 ára.
Áður voru hér nokkuð hreinar línur, KEA og SÍS stjórnuðu ferðinni í samvinnu við Landsbankann.
Oddvitar bæjarstjórnarinnar voru lengi bankastjóri Landsbankans og KEA. Viðræður þar voru ekkert sérlega flóknar og fyrirkomulagið hentaði þessum stórveldum í viðskiptum góða stöðu.
Vegna ástandsins þar sem liggur fyrir að staða mála á Akureyri og reyndar flestra sveitarfélaga á Íslandi er skuggaleg. Spáð er allt það því þriggja milljarða gati hér í bæ og svipað má segja um flest önnur sveitarfélög.
Ég ólst upp við að hér í bæ réðu hagsmunaöflin flestu sem þau vildu, íbúalýðræði var ekki hugsun sem truflaði ákvarðanir þáverandi bæjaryfirvalda. Seinni árin hefur þetta lagast mikið þó svo oftar og meira mætti hlusta á bæjarbúa þegar kemur að stórum málum. Eins hefur ákvarðanafælni einkennt störf bæjaryfirvalda þegar kemur að stórum málum.
Ég er ekki einn af þeim sem mundi kalla eftir svona fyrirkomulagi og alls ekki í venjulegu árferði. Kerfið minni og meírhluti á að kalla fram umræðu og aðhald.
En núna, í því ástandi sem fyrirséð er þá er það réttlætanlegt að taka þennan pól og gera þessa samvinnutilraun. Þetta er átaksverkefni til rúmlega eins árs ( eða tæplega tveggja ) og þá reynir á sveigjanleika og samstarfshæfni núverandi bæjarfulltrúa.
Það verður örugglega fylgst með þessu verkefni af miklum áhuga og nokkuð spennandi bara hvernig til tekst. Auðvitað verða átök um einstök mál og alls ekki tryggt að allar ákvarðanir verði afgreiddar með 11 - 0 í bæjarstjórninni.
Það sem ég vonast til að sjá að bæjarstjórn taki þroskaða afstöðu til skoðana íbúa og auki íbúalýðræði og taki meira tillit til þeirra skoðana sem heyrast frá bæjarbúum.
Þá er ég td að hugsa um þá vondu ákvörðun 9 bæjarfulltrúa að auglýsa skipulag sem allir vita að er gríðarleg andstaða við. Þar skorti dug og þor að standa í lappirnar eins og stundum áður í þeim málaflokki.
En gangi okkur vel í þessu nýja ( tímabundna ) fyrirkomulagi og að verður fylgst með víða hvernig til tekst.
Ábyrgð kjörinna fulltrúa er mikil.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818826
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.