Oddeyrarskipulag - hugleiðingar um vinnubrögð.

0 2019 sólarlag í júní-0124Langar að koma hugleiðingum mínum og nokkrum spurningum á blað.

 

Eins og allir vita hefur skipulagssvið Akureyrbæjar tekið við pöntun frá öflugum verktaka um að fá að byggja upp samkvæmt eigin hugmyndum hans. Þar er vikið hraustlega frá nýsamþykktu skipulagi á Oddeyri, skipulagi sem var unnnið á vandaðan og yfirvegaðan hátt í góðri sátt við íbúa og hagsmunaaðila.

 

Í framhaldi af því eru nokkrar spurningar sem væri gagnlegt að þeir sem hafa áhuga á málinu hugleiði.

 

  • Er rétt að fyrirtæki út í bæ geti lagt inn pöntun á aðalskipulagi ?
  • Er rétt að fyrirtæki úti í bæ geti markað sér byggingarreiti og fengið þá afhenta ?
  • Ætti ekki að auglýsa byggingarétt til að gæta jafnræðis ?
  • Er eðlileg að sveitarfélag ráðist í breytingar á aðalskipulagi á svæðum þar sem eru fyrirtæki og íbúðarhús án nokkurs samráðs við viðkomandi ?
  • Er eðlilegt að sveitarfélag gangi erinda verktaka og margfaldi verðmæti reita samkvæmt pöntun.
  • Er eðlilegt að taklausar hugmyndir raski uppbyggingu á aðliggjandi reitum og rýri verðmæti þeirra um langa framtíð ?
  • Er eðlilegt að auglýsa breytingu á aðalskipulagi sem hefur í för sér miklar breytingar fyrir samgöngur í lofti, landi og sjó án nokkurrar skoðunar á afleiðingum ?
  • Er eðlilegt að rýra gildi menningarverðmæta með þeim hætti sem lagt er til ?

Það er sannarlega orðið ljóst að engin sátt er um þessar hugmyndir og hreinlega ósvífið af meirihluta bæjarstjórnar að bera þær á borð í formi auglýsingar um breytingar á aðalskipulagi.

 

En málið heldur áfram og ef til vill von til að nýr al-meirihluti hugsi málin dýpra en fyrri bæjaryfirvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband