Akureyri - eru bæjaryfirvöld pirrruð ?

78415335_10158849917584918_8726087735342792704_o (1)Umræðan um háhýsin tekur á sig ýmsar myndir. Sjaldan hefur maður orðið var við önnur eins viðbrögð gegn fyrirhuguðum framkvæmdum í skipulagsmálum.

Mikil umræða hefur verið að undanförnu og 2.200 er skráðir á fésbókarsíðu um málið.

 

Andstaðan er ekki bara á meðal íbúa heldur líka hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Viðbrögð bæjaryfirvalda og bæjarfulltrúa ( sumra ) eru líka sérkennileg.

 

Þeir sem hafa þessu skoðun virðst fara óendanlega mikið í taugarnar á sumum bæjarfulltrúum og einstaka hafa orðið sér til minnkunar í málflutningi.

En auðvitað halda bæjarbúar og velunnarar bæjarins áfram að hafa sínar skoðanir og gera sitt besta til að leiða bæjarfulltrúum fyrir sjónir á hvaða villigötum þeir eru.

 

Trúi varla að samþykkt verði verktakaskipulag þvert á vilja þúsunda.

 

Mér finnst hugmynd Sjálfstæðismanna um íbúakosningu góð og legg til að sú leið verði farin og gefin um það yfirlýsing fyrirfram að hún sé bindandi.

 

Það var leitt að sjá bæjarfulltrúa í öðrum flokkum gefa íbúalýðræði enga möguleika í umræðum.

 

Það er ekki nóg að tala fallega um íbúalýðræði en gleyma því þegar á reynir og mögulegt er að nota það með formlegum hætti.

 

 

Kannski eiga þeir eftir að bæta sig þar.

 

Nú er Skipulagsstofnun að fá málið í hendur og kveður uppúr með að málið sé hæft í auglýsingu, sem er alls ekki víst því skipulagsráð hunsaði að mestu tilmæli þeirra um alvöru samráð sem þeir gáfu út eftir síðustu tilraun.

En bæjarbúar eru á tánum og fylgjast með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818828

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband