Meirihluti bæjarstjórnar á alvarlegum villigötum.

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni og óskar bókað að hæpið sé að ganga gegn óskum fjölmargra bæjarbúa um að byggja ekki háhýsi á umræddum byggingareit. Gildandi aðalskipulag sem kveður á um lágreista byggð var unnið í mjög miklu samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila í bænum. Í athugasemd frá hverfisnefnd Oddeyrar er vakin athygli á að byggðin syðst á Oddeyrinni er lágreist en hækkar eftir því sem norðar dregur. Ísavia bendir á að há íbúðarhús á þessum stað gætu dregið úr notkunargildi flugvallarins. Minjastofnun bendir á að það sé ekki einungis Gránufélagshúsið sem er friðað, heldur þurfi líka að taka tillit til hússins í hönnun nágrennis þess. Og nokkrar ábendingar almennra borgara vara við að endurtaka mistök borga og bæja um allan heim sem hafa byggt háhýsi við sjóinn og síðan uppgötvað ýmsa ókosti við það. Það á einnig eftir að koma í ljós, ef af háhýsabyggingum verður, hver á að bera kostnað af því að fá núverandi landeigendur burt af svæðinu.

 

úr bókun bæjarstjórnar.

Nú eru skráðir yfir 2.200 á síðuna

119433298_10158782627705126_981781565785471429_nEnga háhýsabyggð á Oddeyrina

Tveir bæjarfulltrúar samþykktu ekki tillögu skipulagsráðs og stóðu í lappirnar.

 

 

Hinir 9 er klárir í slag við þúsundir bæjarbúa, sorgleg niðurstaða.

 

Sjálfstæðismenn segjast hugsanlega tilbúnir að samþykkja íbúakosningu um málið á seinni stigum.

 

 

Fugl í skógi en ekki hendi.

 

Bæjarbúar verða því að grípa til vopna og senda inn andmæli við þessu á auglýsingatíma.

 

Jafnframt verða menn að muna að Skipulagsstofnun ávítaði Akureyrarbæ síðast fyrir samráðleysi í fyrsta sinn og gáfu fyrirmæli að gera betur.

 

Það var ekki gert og því líklegt að þetta ferli verði kært til Skipulagsstofnunar.

 

Ekki ósennilegt að þetta verði myllusteinn um háls bæjarfulltrúa sem láta leiða sig á alvarlegar villigötur.

 

Að ganga erinda annarra en bæjarbúa almennt er vond pólitík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband