26.8.2020 | 10:14
Vinstri grænir - á hálsól Sjálfstæðisflokksins.
Alltaf finnst mér það jafn nöturlegt þegar Sjálfstæðismenn byrja að fabúlera um að ekki skuli hækka atvinnuleysisbætur vegna þess að þá minnki svo nauðsynlegur hvati fólks til þess að rísa sem fyrst upp úr atvinnuleysi, leita sér að nýrri vinnu af alefli og koma undir sig fótunum á ný. ( Stundin Illugi Jökulsson )
Það er margoft búið að ræða þjónkun VG við Sjálfstæðisflokkinn. Sú staðreynd kristallast með enn skýrari hætti í afstöðu stjórnarflokkanna gangvart hækkun atvinnuleysisbóta.
Kemur alls ekki á óvart með Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Það var nánast eðlilegt að þeir hafi fellt tillögu á þingi í vor um hækkun bótanna. Það er bara þeirra eðli gagnvart bótakerfum, þar skal öllu haldið eins neðarlega og hægt er.
En að VG skuli kvitta undir þessa stefnu hægri flokkanna er nánast óhugnarlegt.
Að þessu fyrrum vinstri flokkur skuli leggjast á árar með auðvaldsflokkunum og níðast á þeim sem verst hafa það í þjóðfélaginu er grátlegt. Það skilur líklega enginn á hvaða ferðalagi Vinstri grænir eru í hálsól Bjarna og Sjálfstæðisflokksins.
Það er augjóst að flokknum verður refsað harðlega í næstu kosningum og þegar sést á könnunum að flótti hefur brostið á frá síðustu kosningum.
Það mun bara versna og nokkuð ljóst að fyrrum vinstri flokkur mun ekki ríða feitum hesti frá kosningum, sem betur fer fyrir land og þjóð.
Þeir harðorðustu kalla þetta svik við félagshyggju og jafnaðar-vinstri stefnu.
Þá má líklega taka undir það.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818826
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.