27.7.2020 | 12:10
Vandinn við að búa í þéttbýli.
Umræðan um vandamálin í þéttbýli verður oft hávær. Ekki laust við að gæti öfga og dómhörku.
Það sem bíður okkar við að vera á nábýli við annað fólk og dýr er stundum pirrandi og fólk bregst mismunandi við.
Að búa í þéttbýli kallar á að sýna umburðarlyndi. Við veljum okkur ekki aðstæður eða nágranna, þeir eru bara þarna og allt sem þeim fylgir.
Kettir gera sig heimakomna á annarra manna lóðum, hundurinn í næsta húsi geltir á svölunum frá morgni til kvölds, aspirnar hjá nágrannanum skyggja á sólina, hávaði í slátturvélum í nágreninu truflar. Svo er þetta með húsin sem skyggja á útsýnið, bílana sem spóla á götum í nágreninu og svona mætti lengi telja. Skógarþrestir skíta í þvottinn og mávar stela af grillmatnum og starar dreifa flóm í mannskapinn með að gera sér hreiður í húsum.
Kattaumræðan hefur verið áberandi að undanförnu og ekki laust við að þar gæti öfgafullra viðhorfa. Kettir drepa fugla í stórum stíl, kettir fara inn í hús og skíta í húsgögn og svo framvegis. Talað er um að banna lausagöngu katta.
Líklega þurfa þá útsvarsgreiðendur að stofna embætti kattalöggu en það er annað mál.
Persónulega hef ég oftar séð máva taka unga fugla en ketti. Kannski verðum við líka að banna lausagöngu-flug vargfugla ?
Við útrýmum engu með slíku tali og enn síður með að leggja atlögu við allt sem fer í taugarnar á okkur.
Það fylgir vandi við að búa í þéttbýli.
Til að takast á við það eru aðeins tvö ráð. Temja sér umburðarlyndi og virða aðra, eða kaupa sér eyðijörð fjarri nágrönnum og pirrvöldum.
Ég ætla að velja það fyrrnefnda.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818826
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er líklega betra að hafa vit á að loka hjá sér gluggunum þegar maður fer í frí en að fara í sjónvarpið og fjargviðrast út af köttum eftir að einn þeirra hefur gengið örna sinna í sófanum hjá manni af því að maður hafði ekki vit á þessu.
Þorsteinn Siglaugsson, 27.7.2020 kl. 21:36
... og nú herma nýjustu fréttir að sveitungar þínir vilji banna lausagöngu húsflugna líka!
Þorsteinn Siglaugsson, 28.7.2020 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.