25.7.2020 | 21:45
Lundargata 17 b. Hvað er til ráða ?
Á Eyrinni nánar tiltekið við Lundargötu er húsarúst í óviðunandi ástandi. Aðalhúsið á lóðinn var rifið eftir að þar kviknaði í en eftir stendur skúr sem byggður var 1943.
Þessi skúr var byggður sem rafmagnsverkstæði en var síðan lengi notaður sem íbúðarhúsnæði.
Árum saman hefur þessi skúr verið að grotna niður. Fyrir nokkuð mörgum árum fór nágrannar og lokuðu gluggum og úthurð til að hindra aðgengi barna og annarra inn í skúrinn. Snemma í vetur var búið að rífa frá þessa gömlu hlera og skúrinn stendur opinn og er vafalaust mikil slysagildra og auðvitað eldhætta í meira lagi fari þarna inn óvitar og fara að fikta.
Nágrannar hafa haft samband við bæjaryfirvöld og lögreglu og leitað eftir úrbótum.
Enginn hér veit hver eigandi þessa kofaræsknis er og kannski veit hann það ekki sjálfur.
Eins og málin standa núna virðist úrræðaleysi og tómlæti bæjaryfirvalda algjört og eigandinn gengst ekki við ábyrgð sinni.
Þessu ástandi verður að linna því þessi staða er óboðleg fyrir nágranna og ímynd Oddeyrar. Þetta tómlæti ber bæjaryfirvöldum dapurt vitni.
Ég kalla eftir aðgerðum bæjaryfirvalda og skora á þau að girða sig í brók og koma málum þarna í lag.
Þau skulda nágrönnum og öðrum Eyrarpúkum að gera eitthvað í málum.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 818828
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.