Blaut tuska dómsmálaráðherra.

2018 sjálfstæðisfuglinnHilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn á Akureyri, segist svekkt eftir fund sinn með dómsmálaráðherra, fangelsismálastjóra, nýjum lögreglustjóra Norðurlands eystra, bæjarstjóra og bæjarstjórn Akureyrarbæjar vegna fyrirhugaðrar lokunar fangelsisins á Akureyri. Hún telur að ekki muni nást sátt um málið.

 

Nýr lögreglustjóri á Norðurlandi eystra tók til starfa fyrir nokkrum dögum. Í vöggugjöf fékk hún blauta tusku í andlitið frá dómsmálaráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að leggja niður fangelsið á Akureyri og taka fjármagnið til brúks á Suðurlandi og Reykjavík.

 

Eftir stendur að lögregluembættið á Norðurlandi eystra þarf að auka mannskap og ráða til starfa fólk til að sinna fangagæslu á Akureyri því auðvitað þarf að reka fangelsi áfram þó Fangelsismálasstofnun hlaupi á brott með aðstoð Sjálfstæðismanna.

 

Nýr lögreglustjóri var ekki sátt við þessa gjöf dómsmálaráðherra frekar en aðrir sem til málsins þekkja. Blaut tuska í andlit hennar á fyrstu dögum í embætti.

 

Dómsmálaráðherra er því að ganga erinda Fangelsismálastofnunar en kostnaðurinn hverfur ekki, hann færist bara á herðar lögregluembættis á Norðurlandi.  Afar dómgreinarlaus gerningur og óþolandi samráðsleysi. 

 

Fyrst og fremst er þetta mikill skortur á yfirsýn og fullkomið dómgreindarleysi, sem er fyrst og fremst á ábyrgð dómsmálaráðherra og Sjálfstæðisflokksins.

 

Þingmenn stjórnarflokkanna í kjördæminu hafa ekki haft um þetta mörg orð, þó hafa þingmenn Framsóknar og VG lýst óánægju sinni og svo auðvitað þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna.

 

Ef væri eitthvert bein í þingmönnum stjórnarflokkanna hér þá auðvitað mundu þeir stöðva þetta gönuhlaup ráðherrans.

 

En þögnin segir okkur að þeir eru bara sáttir við þetta þingmenn Sjálfstæðisflokkins og þó VG og Framsókn nöldri formsins vegna þá auðvitað ráða þau engu.

 

Kærar þakkir þingmenn Sjálfstæðisflokksins á NA kjördæmi, þið standið ykkur vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú veist það vel Jón Ingi, að það er alger óþarfi að hafa dýflissu á Akureyri. Þeir einu sem stela, lemja heimamenn og fara upp á konur þeirra í óleyfi eru utanbæjarmenn. Og þeir koma yfirleitt að sunnan. Því er langheppilegast að þeir séu framseldir þangað og geymdir á heimaslóðum.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.7.2020 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818828

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband