Að nöldra af sér fylgið.

Miðflokk­ur­inn tap­ar mestu fylgi í þess­ari könn­un miðað við síðustu könn­un þar sem hann mæld­ist með 12,5% - nú mæl­ist hann með 8% og er mun­ur­inn því um­tals­verður. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn tap­ar sömu­leiðis miklu frá síðustu könn­un eða ein­um þriðja – hann mæl­ist nú með 6,1% fylgi en mæld­ist með 9,1% fylgi í síðustu könn­un. Flokk­ur fólks­ins bæt­ir einu pró­sentu­stigi við sig frá síðustu könn­un og mæl­ist með 5,4% fylgi. Fylgi Sósí­al­ista­flokks Íslands mæld­ist nú 3,5% en mæld­ist 3,3% í síðustu könn­un. Stuðning­ur við aðra flokka mæld­ist 2,4% sam­an­lagt.

 

Lítið að gerast í könnunum nema hvað Samfylkingin rýkur upp en Miðflokkur Sigmundar dalar hraustlega.

 

Kjósendur eru ekki að heillast af fíflagangi þessa undarlega flokks og almennum leiðindum.

 

Þingmenn tala tugi klukkustunda og rífa af flokknum fylgi um prósent á hverjum 10 tímum. Vel gert.

 

Framsóknarflokkarnir tveir eru nú samtals með 14% og á niðurleið. Stutt í útrýmingu Framsóknar samkvæmt því.

 

Eins og stundum áður kemur fylgistap Miðflokksins fram í lítilsháttar aukningu hjá Sjálfstæðisflokknum.

 

Frjálslyndu flokkarnir eru nærri 40% fylgi eða meira en stjórnarflokkarnir samtals.

 

Það er erfiður vetur framundan hjá ríkisstjórn íhaldsflokkanna og það má mikið vera ef VG lætur Sjálfstæðisflokkinn stjórna sér áfram.

 

Ríkisstjórnarflokkarnir eru samtals með undir kjörfylgi og stjórnin fallin væri kosið nú.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband