16.6.2020 | 10:14
Tillaga að breytingu aðalskipulags Oddeyrar er dauð.
Alls bárust 68 athugasemdabréf frá almenningi og fimm umsagnir, frá hverfisnefnd Oddeyrar, Isavia, Minjastofnun, Norðurorku og Vegagerðinni.
Nú liggja fyrir að athugsemdir og umsagnir við tillögu að nýju aðaskipulagi fyrir afmarkaðan reit á Oddeyri. Tillaga um allt að 11 hæðir var dregin til baka í fyrra og lögð fram ný þar sem hæð húsa mátti vera 6 - 8 hæðir.
Í stuttu máli hafði þessi lækkun húsanna um þrjár til fimm hæðir ekkert að segja. Hverfisnefnd Oddeyrar taldi það engu breyta, Isavia bendir á að þetta gæti haft áhrif á nýtingu flugvallar til framtíðar og Minjastofnun legst alfarið á móti þessum hugmyndum vegna nábýlis við Gránufélagshúsin m.a. Vegagerðin bendir á fjölda neikvæðra hluta og Norðurorka hefur sitt að segja.
Auk þess bárust Athugsemdir frá yfir 60 einstaklingum og nánast allar voru neikvæðar út í hæð húsa og ásýndar Oddeyrar og Akureyrar allrar.
Ég skrifaði opið bréf til bæjarfulltrúa og skoraði á þá að hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Vona að sem flestir hafi séð það þó engin viðbrögð hafi komið hvorki í ræðu né riti.
Það hefur enginn mælt gegn uppbyggingu og endurnýjun á Tanganum. Flestir sem hafa tjáð sig vilja að það verði gert af hófsemd og í sátt við íbúa bæjarins. Bæjarfulltrúar ættu ekki að vera í vandræðum með að ákveða sig í þessu mál ef lýðræði og samvinna verða höfð að leiðarljósi.
Farsælast væri að tillagan verið dregin til baka og leitað lausna við það risastóra verkefni að gæða Oddeyri nýju lífi. Það verður ekki gert með að valta yfir íbúa og skoðanir þeirra. Það gerist með að hafist verði handa við að rýna framtíðina og hefja uppbyggingu og endurnýjun af alvöru.
Það skilar engu að tala bara og leggja fram stórkallalegar skipulagstillögur á viðkvæmum reitum. Það gengur ef unnið er markvisst að framtíðaráformum Oddeyrar þar sem andi gömlu byggðarinnar verði hafður að leiðarljósi.
Tillaga um háhýsareit á Tanganum er dauð.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 818828
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skrýtið að öll skipulagsslysin í Reykjavík hafi ekki opnað á umræðu um að breyta þessu ferli. Deiliskipulagsvald á ekki að afhenda lóðaeigendum. Allt ferlið þarf að vera á einni hendi þ.e. sveitarfélaga. Annars heldur þetta rugl áfram þar sem frekir gróðapungar halda áfram að byggja allt of stórar byggingar á alltof litlum lóðum.
Annað og ekki svo ólíkt er fyrirkomulagið á úttekt á umhverfisáhrifum stórframkvæmda. Að treysta framkvæmdaaðilum fyrir svo mikilvægu mati er óskiljanlegt.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.6.2020 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.