Opið bréf til bæjarfulltrúa á Akureyri.

Samgönguvikan 2013-0875  Ágætu bæjarfulltrúar, allir ellefu.

Eins og þið hafi líklega tekið eftir hefur Skipulagsráð Akureyrar lagt töluverða vinnu í að fá breytt aðalskipulagi Akureyrar - rammaskipulagi Oddeyrar.

Þetta skipulag er glænýtt eða frá 2018 og var unnið mjög faglega og í góðri sátt við íbúa og aðra hagsmunaaðila. Lykilatriði í þessu skipulagi var að vinna í takt við það sem fyrir er á hinni lágreistu og flatlendu Oddeyri. Meginlínan er að byggja ekki hærra en hefð er fyrir á Eyrinni, þriggja til fjögurra hæða hús. Allir eru sammála þeirri nauðsyn að byggja upp á Tanganum neðan Hjalteyrargötu og þar er ástand mála alls ekki nægilega gott.

En nóg um það.

Þegar Skipulagsráð ákvað að leggja upp í ferðalag með 8-11 hæða hús í farteskinu varð allt vitlaust svo vægt sér til orða tekið. Á þeim dundu mótmæli frá íbúum, flugmálayfirvöldum, hafnaryfirvöldum, auk þess hafði Skipulagsstofnun harða afstöðu gegn þessum áformum.

Tillagan var dregin til baka með það veganesti frá Skipulagsstofnun að eiga samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila við smíði annarar tillögu.

Nú liggur sú tillaga frammi og bíður þess að fá sömu útreið og sú fyrri. Hverfisnefnd og aðrir sem hafa látið í sér heyra hafa ekkert róast og andstaðan er mikil enda nýja tillagan unnin í reykfylltum bakherbergum án nokkurs samráðs sem Skipulagsstofnun kallaði eftir eftir fyrri umferð.

Það væri mikill ábyrgðarhluti bæjarfulltrúa að samþykkja þessa tillögu, sem er illa unnin, án samráðs og rannsókna og í mikilli andstöðu við íbúa á Eyrinni og ekki síður í andstöðu við mikinn fjölda Akureyringa í öðrum hverfum.

Það er líka ábyrgðarhluti að búa til kennileiti á þessum stað sem breytir heildarásýnd bæjarins. Slíkt gera menn ekki nema með víðtækri sátt.

Átta hæða hús á þessum stað er falskur tónn í ásýnd Oddeyrar, ásýnd Akureyrar og er ekki unnin að frumkvæði íbúa og bæjaryfirvalda heldur pöntuð utan úr bæ af verktaka sem hefur hagsmuni af því að byggja fyrir sig en ekki þau sjónarmið sem Oddeyringar og aðrir Akureyringar ( í miklum meirihluta ) hafa tjáð sig um.

Það er því eindregin ósk mín að allir ellefu bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Akureyrar og horfi til hagmuna samfélagsins okkar og varðveiti þá ásýnd sem svo góð sátt varð um í nýja aðalskipulaginu frá 2018.

Við þurfum ekki á því að halda að stofna til deilna og erfiðleika þegar við eigum skipulag til uppbyggingar á þessu svæði sem allir voru sáttir við. Auk þess geta þessi áform sett alvarlegt strik í uppbyggingu Miðbæjarins sem við megum alls ekki láta dragast lengur.

með vinsemd og virðingu

Jón Ingi Cæsarsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband