20.6.2019 | 11:46
Deyjandi Sjálfstæðisflokkur.
Sjálfstæðisflokkurinn deyjandi.
Gamlir sjálfstæðismenn eru alveg að tapa sér og þekktir einstaklingar úr elítu flokksins eru að fara úr flokknum.
Spáð er að flokkurinn muni fara í 15% í næstu kosningum.
Traust til formannsins hefur hrunið og hann kallaður öllum illum nöfnum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ríkt yfir Íslandi eins og mafía og ráðið öllu sem hann hefur viljað ráða.
Spilling og fyrirgreiðsla hefur verið hans ær og kýr.
Formaðurinn er flæktur í net sem hefið orðið öllum stjórnmálamönnum utan Íslands ofviða, þeir hefðu sagt af sér.
VG munstaði sig til aðstoðar eftir síðustu kosningar og eru vafalaust upp með sér að fá að halda þeim við völd.
En nú er þessi langlífi spillingarflokkur að rotna innan frá og virðist vera að liðast í sundur.
Enginn leiðtogi er í augsýn þegar Bjarni hrökklast frá síðar á þessu ári.
Íslensk stjórnmál eru á krossgötum að Sjálfstæðisflokknum gengnum.
Söknuður gömlu Sjálfstæðismannanna byggist á eftirsjá eftir 40% og völdum.
Dýpra ristir það nú ekki.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn var langstærsti flokkur landsins og eini flokkurinn hægra megin við miðju. Nú eru í það minnsta þrír flokkar hægra megin við miðju. Sú staða, sem alltaf var uppi áður fyrr, að vinstri menn voru sundraðir, en hægri menn sameinaðir, er ekki lengur uppi.
Nú eru vinstri menn sundraðri en áður, og hægri menn, sem áður voru sameinaðir, líka sundraðir.
Á vinstri vængnum nú eru Samfylking, VG, Píratar og Sósíalistaflokkurinn.
Á hægri vængnum Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Viðreisn.
Framsókn í miðju eins og vanalega og svo er spurning hvar á að flokka Flokk fólksins.
Það er því langt í frá hægt að áfellast forystu flokksins eða þennan blessaða orkupakka fyrir minna fylgi Sjálfstæðisflokksins eins og Bolli gerir. Það hefur einfaldlega orðið stór breyting á öllu pólitíska landslaginu. Áður höfðum við 4-5 flokka að jafnaði. Nú höfum við sjö flokka á þingi, og eftir næstu kosningar gætu þeir orðið átta.
Þorsteinn Siglaugsson, 20.6.2019 kl. 12:52
... sorry, átta flokka á þingi, sem gætu orðið níu
Þorsteinn Siglaugsson, 20.6.2019 kl. 12:53
... og svo auðvitað fasistaflokkana, með einum gömlum kalli hver
Þorsteinn Siglaugsson, 20.6.2019 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.