Sjálfstæðisflokkurinn í útrýmingarhættu.

2018 sjálfstæðisfuglinnSamkvæmt góðum og gegnum Sjálfstæðismönnum er flokkurinn þeirra kominn í útrýmingarhættu.

Fyrr um daga sást aldrei nein gagnrýni á forustu flokksins í fjölmiðlum. Ágreiningsefnin voru leyst í bakherbergjum flokksgæðinganna og allt virtis slétt og fellt á yfirborðinu.

Þá var flokkurinn venjulega með fylgi á bilinu 40% + upp rúmlega 60% í td Reykjavík.

Á níutíu ára afmælinu var grobbað af mikilli og samfelldri valdatíð flokkins á því tímabili.

Nú er öldinn önnur. Sjálfstæðisflokkurinn er að mælast með 20% + og hefur fyrir löngu tapað Reykjavík.

Flokksgæðingar rífast í fjölmiðlum, tvær fylkingar takast á og helsti gangrýnandi er fyrrum formaður Davíð Oddsson. Honum virðast fylgja helstu afturhaldöflin og greinar frá þeirri deild birtast næstum daglega í Mogga Davíðs Oddssonar.

Sjálfstæðisflokkurinn er í reynd klofinn í tvær fylkingar, Davíðsarminn og forustuarminn undir stjórn Bjarna Benedikssonar sem burðast með þungan spillingapoka á bakinu.

Bjargaði valdalífi flokksins með aðstoð VG eftir síðustu kosningar.

Deilurnar virðast magnast og ekki líklegt að BB verði áfram formaður eftir næsta flokksþing. Líklegir eftirmenn hans hafa ekki mikinn pólitískan þunga.

Það verður fróðlegt að sjá hvort afturhaldsarmur flokksins velur að gera atlögu á núverandi forustu eða gengur til liðs við afturhaldsflokkinn hjá Sigmundi. Reynar virðast smellpassa þar með sínar fortíðarhyggju.

En rétt er það sem fyrrum flokksgæðingar halda fram. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki svipur hjá sjón með helming af því fylgi sem hann "átti" fast.

Líklega er hann í útrýmingarhættu með það litla fylgi sem hann hefur dag.

Samkvæmt kenningum þar innanhúss nær Sjálfstæðisflokkurinn ekki 100 ára aldri í núverandi mynd.

Innri deilur og ósamlyndi er að drepa flokkinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband