Ósvífnir atvinnurekendur.

Kjarasamningar eru í gangi á Íslandi.

Verið að greiða atkvæði um þá fyrstu og tugir verkalýðsfélaga eiga eftir að semja.

Í miðri atvæðagreiðslu spretta fram fyrirtæki sem eiga aðild að SA sem var að skrifa undir samninga sem eiga að byggja á gangkvæmu trausti, hógværar kjarabætur, engar verðhækkanir.

Auðvitað er þetta alvarlegur trúnaðarbrestur og lýsir óheiðarleika og dómgreindarleysi stjórnenda þessara fyrirtækja.

Það verður ekki auðvelt að fá launamenn til að samþykkja samninga þegar svona er staðið að málum.

Ljóst er að mikil herferð í gangi þar sem á að sniðganga þessi fyrirtæki.

Framkvæmdastjóri SA er hissa en auðvitað ræður hann ekki því sem skjólstæðingar hans eru að gera þessa dagana.

Hvort samningar þeir sem verið er að greiða atkvæði um falla vegna þessa er ekki gott að segja en þeir sem ekki hafa þegar gert samninga eru á varðbergi því þeir vita sem er, það verður ekki auðvelt að fá félagana til að samþykkja samning sem eru um 5,7%, þegar fyrirtæki lýsa yfir 6,2% hækkun.

Til hvers er að semja af hófsemd við SA með hægri þegar sú vinstri kemur og tekur og rúmlega það.

Leitt að sjá svona vinnubrögð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818828

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband