Furðuskýrsla Sjálfstæðisflokksins.

Umhverfis- og auðlindaráðherra mótmælir því harðlega að náttúruverndarsamtök séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök í skýrslu Hagfræðistofnunnar um hvalveiðar Íslendinga. Þá segir hann að í skýrslunni sé ekki að finna útreikninga á því hvaða kostnaður muni hljótast af neikvæðum áhrifum á erlenda ferðamenn sem gætu fylgt stórauknum hvalveiðum við Íslandsstrendur.

Sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins pantaði skýrslu fyrir Hrein Loftsson.

Ráðherra Sjálfstæðisflokksins var tryggur þeirri stefnu að fá góða Sjálfstæðismenn til að skrifa skýrsluna eins og tíðkast hefur.

Bjarni fékk Björn Bjarnason og flokkurinn hefur mikið dálæti á Hannesi Hólmsteini þurfi þeir góða skýrslu með réttri niðurstöðu.

Nú fer Kristján Þór sömu leið, fær fyrrum varaþingmann flokksins til að skrifa skýrslu með hagstæðri niðurstöðu fyrir Kristján Loftsson og Sjálfstæðisflokkinn.

Samráðherrar Sjálfstæðisflokksins botna hvorki upp né niður og nú reynir enn og aftur á VG, munu þeir kyngja niðurstöðu Kristjáns Þórs?

Því miður er ég hræddur um að svo verði og hætt við að umhverfisráðherra aðhafist ekkert nema blása aðeins fyrir fjölmiðla.

Nú bíða allir spenntir eftir því hvaða Sjálfstæðismann FLOKKURINN velur til að skrifa næstu skýrslu fyrir góðan pening.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ert þú á móti hvalveiðum, Jón Ingi?

Þorsteinn Siglaugsson, 18.1.2019 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818828

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband