Rugludallar í borgarstjórn Reykjavíkur ?

„Ég er ekki að af­saka fram­kvæmd, kostnað eða skipu­lag Reykja­vík­ur­borg­ar í þessu máli. Þvert á móti finnst mér að umræðan ætti að snú­ast um rétta hluti, hluti sem kosn­ir full­trú­ar hafa á und­an­förn­um mánuðum af­bakað og skælt og sér í lagi Vig­dís Hauks­dótt­ir,“ er á meðal þess sem seg­ir í pistl­in­um.

Mörgum er hreinlega nóg boðið að hluta á málflutning borgarfulltrúa úr minnihluta borgarstjórnar upp á síðkastið.

Líkir þeirri umræðu m.a. við leikskólabörn.

Að mínu mati er það móðgun við leikskólabörn að líkja umræðu og máflutningi Vigdísar og Eyþórs við þau.

Það er rétt hjá veitingamanninum hinsvegar að framganga þeirra er hreinlega til skammar og ekkert annað en pólitísk mykjudreifing.

Orðræða þeirra er ekki í neinu samræmi við veruleika þessa máls.

Ekkert annað en leðjuslagur af verstu gerð.

Kemur sannarlega ekkert á óvart með Vigdísi Hauksdóttur er er bara svona stjórnmálamaður, innhaldslaus og ósvífin.

Hélt satt að segja að Eyþór Arnalds væri heiðarlegri, en hann og Heiða hafa fallið í sama far og Vigdís sem veldur mörgum vonbrigðum.

Það er ákveðinn hópur í borgarstjórn Reykjavíkur sem hafa ákveðið að stunda pólitík á þann hátt að ekkert hægt að kalla það annað en rugludallamáflutning.

Vonandi fara þau að ástunda heiðarleg stjórnmál og tala málefnalega um borgarmál, til þessi voru þau örugglega kosin.

 


mbl.is Veitingamaður Braggans ósáttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ef þú ert að vísa til umræðna í Silfrinu þá voru Vigdís og Eyþór bæði prúðari og málefnalegri en æsti Píratinn sem er búinn að taka upp ósiðina hennar Líf úr VG, að ranghvolfa í sér augunum þegar Vigdís talar. Heiða Björg hefur sérstöðu því hún hana skortir greind til að takast á við þau verkefni og þá ábyrgð sem felst í stöðu hennar innan borgarstjórnar.

Braggamálið verður vonandi til þess, að ekki verði lengur talið eðlilegt að kjörinn fulltrúi geti bæði verið embættismaður og líka pólitískur fulltrúi. Um það snýst Braggamálið. Dagur er að skamma sjálfan sig.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.1.2019 kl. 19:45

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Meðan meirihluti borgarstjórnar þvermóðkast við að taka á sig ábyrgð á því klúðri sem braggamálið er mega rekstraraðilar braggans og starfsmenn þeirra eiga von á yfirhalningu sem þau eiga þó ekki skilið. Klúðrið er borgarstjórnar og verkstjóra hennar Dags B. Eggertssonar, sem seint ætlar að læra af mistökum sínum í rekstri borgarinnar. Það þýðir ekkert að vera að klína mistökum DBE á borgarfulltrúa sem voru að taka sæti í borgarstjórn s.l. vor, þau komu aldrei að þessu máli á meðan vitleysan átti sér stað.

Tómas Ibsen Halldórsson, 13.1.2019 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband