28.12.2018 | 14:01
Verkalýðshreyfingin - verður tekin alvöru umræða ?
Frekari gengisveiking muni auka hagnað fyrirtækjanna og minnka kaupmátt launafólks. Þessi framkoma og fullyrðingar sýna og sanna enn eina ferðina að kjarabarátta íslenskra launamanna byrjar og endar í gjaldmiðlinum og hagstjórninni. Á meðan við höfum gjaldmiðil sem er einungis hagstæður yfirstéttinni og stjórnað af henni þá er launamönnum gert að búa efnahagslegum þrælabúðum, eins og nýir verkalýðsforingjar hafa reyndar endurtekið sagt í viðtölum. En ég skil ekki hvernig það er hægt að ræða þau mál án þess að skoða gjaldmiðilinn.
Það hefur kveðið við nýjan tón hjá hluta verkalýðshreyfingarinnar.
En hvaða tónn er það ? Er það umræða um grundvallarbreytingar eða bara gamaldags vopnaskak ?
Fáeinir verkalýðsleiðtogar hafa aðeins rætt um efnhags og gjaldmiðilsmál á Íslandi.
Síðast skrifaði fyrrum verkalýðsleiðtogi um gjaldmiðilsmálin og spyr þar áleitinna spurninga.
Mín spurning er hefur verkalýðshreyfingin sem heild einhverja stefnu eða skoðun á gjaldmiðilsmálunum ?
Svarið er því miður nei að því að mér sýnist.
Mest eru þetta gamalkunnugar upphrópanir sem voru áberandi á árunum fyrir og rétt eftir 1980 og fyrr.
Engin alvöru umræða um krónuna og framtíð hennar.
Það spyr enginn þeirrar grundvallarspurningar, hvað ef gjaldmiðilsmálum yrði komið í farveg í tengslum við annan og sterkari gjaldmiðill.
Hverju mundi það breyta fyrir launafólk á Íslandi ef hér væri sterkur og stöðugur gjaldmiðill ?
Ég hef ekki orðið var við þá umræðu í verkalýðshreyfingunni nema þá til að skjóta niður þá sem láta sér detta í hug að skoða þessi mál í alvöru og hafa á þeim skoðun.
Kannski breytist eitthvað og tekin alvöru umræða um þessi má öll í víðu samhengi.
Það svolítið óþægilegt að heyra aftur umræðu sem maður upplifði fyrir 30-40 árum en enga framtíðarumræðu.
2019 verður kannski árið sem.............. ?
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel mælt. 2019 verður kannski árið sem víxlverkun verðbólgu og launa fór aftur á stað, grunar mig að þú hafir ætlað að segja. Og ég verð að viðurkenna að ég hef verulegar áhyggjur af því líka.
Þorsteinn Siglaugsson, 29.12.2018 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.