Sjálfstæðismenn á flótta.

Utanríkisráðherra segir að ríkisstjórnin ætli að fresta því að leggja fram frumvarp um þriðja orkupakkann fram á vor, vegna gagnrýnisradda. Hann segir að á meðan fari sérfræðingar yfir málið. Ekki sé farið að hugsa til þess hvað gerist ef orkupakkinn verður ekki samþykktur á Alþingi.

Sjálfstæðisflokkurinn er í vanda.

Sumir þingmenn neita að lúta flokksaga og samþykkja mál sem í sjálfu sér er afgreiðslumál í tengslum við EES saminginn. Nú þegar hafa þingmenn samið um pakka í aðdraganda þessa þriðja pakka um orkumál.

Nú hafa allir vönustu poppulistar þessa lands þyrlað upp miklu moldviðri og gamalkunnir frasar um fullveldisafsal og fleira í þeim dúr renna úr bakherbergjum Miðflokksins og Framsóknarflokksins.

Gamalkunnir taktar þar sem hálfsannleikur og lygi í bland er matreitt handa almenningi sem veit lítið sem ekkert um þessu mál.

Allir muna Icesave Sigmundar sem reyndist þegar upp var staðið að mestu poppulismi og hálfsannleikur. Enn er til fólk sem trúir því að hann hafi bjargað Íslandi þó flestir sem kynnt hafa sér það mál að er sannarlega ekki rétt.  Það er hægt að ná ágætis árangri að nota þjóðernisöfga og poppulisma til að hrífa með sér fylkingar.

Þannig er það með þriðja orkupakkann, þótt reynt sé að rökstyðja og kynna málin sést lítið fyrir þjóðernismoldviðrinu.

Og nú ætla Sjálfstæðismenn að fresta þessu máli til vorþings, og líklega enn lengur.

Standandi vandræði og hætta á að EES samingurinn verði undir að hluta ef moldarþyrlurum þessa lands tekst að byrgja mönnum sýn enn og einu sinni með lygi, poppulisma og hálfsannleika, allt í bland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband